Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 17

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 17
ekki að efa að frammistaða hennar á Norðurlandamótinu hafi uegið huað þyngst. En skgldi kjör hennar hafa komið á óuart? ,,Eg hef alla tíS veriS þeirrar skoSunar að flokkaiþróttir eins og handbolti byggist upp á liðsheildinni en ekki einstakling- unum. Ég leit því á þessi verðlaun sem viðurkenningu fyrir kvennahandboltann í heild en ekki mig eina. Eg fékk atkvæSi frá öllum iþróttafréttamönnunum eða 66 at- kvæði alls og því var kosning mín mjög afgerandi. Sá sem fékk næstflest atkvæði var Þorsteinn Hallgrímsson körfubolta- maður úr ÍR eða 47 stig. Ég held því að kosning mín hafi ekki komið mörgum á óvart nema kannski mér sjálfri. Ég man að kosning mín vakti gífurlega athygli og var mjög mikil lyftistöng fyrir kvennahand- boltann á íslandi. Ég var auSvitað afskap- lega ánægS og þakklát og sennilega er þessi dagur einn eftirminnilegasti sem ég hef lifaS.” Næstu árin hélt Sigga áfram að æfa og spila meS Val en tók sér örstutt hlé frá æfingum til þess að ganga með og eignast annað barn sitt, Hafdísi, sem fædd er 1968. A þeim tíma var Sigga farin aS ..Við tókum Gurrý oft með okkur á leiki og æfingar.” Hér má sjá þær mæðgur Sigríði og Guðríði. Myndin er tekin árið 1965. Fyrirliði islenska kvennalandsliðsins Sigríður Sigurðardóttir tekur við Norðurlanda- bikamum árið 1964. Gylfi Þ. Gíslason þáverandi menntamálaráðherra afhendir verð- launin í hófi sem haldið var í ráðherrabústaðnum. vinna úti allan daginn og þau hjónin stóðu jafnframt í húsbyggingu. ,, A þessum tíma var ég farin aS lýjast og það kom því af sjálfu sér að hætta þessu enda var þetta orðið töluvert erfitt hjá mér, að æfa, vinna úti. halda heimili og byggja allt á sama tíma! Mér fannst líka kominn tími til þess að leyfa yngri stelp- unum aS spreyta sig og komast að og fann að minn tími var liðinn í keppnisboltan- um. Ég vildi líka hætta þegar hæst lét en ekki dala hægt og sígandi eins og svo margir gera því miður. Hætta á toppnum,” segir Sigga og hlær. ,,SíSasta mótiS sem ég tók þátt í var útimót á Akranesi 1970 en síðan þá hef ég ekki spilað keppnisleik fyrir Val.” Nú leik ég mér með ..Old girls". En sagan er ekki búin, öðru nær. Guðríður, dóttir Siggu fetaði rækilega í fótspor móður sinnar og byrjaði snemma að æfa handknattleik með Fram, félagi föður síns. Nú er hún ein helsta af- rekskona okkar á sviði handknattleiksins og á fjölda meistaraflokksleikja að baki auk margra landsleikja. Hún hefur jafn- framt leikið þann fágæta leik eftir föður sínum Guðjóni Jónssyni að hafa spilað landsleiki fyrir ísland bæði í handknattleik og knattspyrnu, en Gurrý, eins og hún er jafnan kölluð, æfSi knattspyrnu með Breiðabliki. Miðdóttirin, Hafdís, spilar með meistaraflokki Fram og æfir meS unglingalandsliSinu og yngsta dóttirin, Díana, æfir með fjórða flokki Fram í hand- knattleik. Og nú er gamla sagan að endur- taka sig hjá Gurrý. Hún er gift Hauki Þór Haraldssyni handknattleiksmanni í Ár- manni og þau eiga eins árs gamlan son, Guðjón. Það þarf vart að spyrja um um- ræðuefnið á heimilinu þegar fjölskyldan hittist! En gaman væri að vita af hverju stelpurnar völdu Fram fremur en Val? ,,Það hefur nú sennilega verið af hag- kvæmnisástæðum,” segir Sigga. ,,Það var styttra fyrir þær að fara á æfingar hjá Fram en Val og svo hefur pabbi þeirra VALSBLAÐIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.