Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 60

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 60
Þórður Þorkelsson mál þetta en engin ákvörðun tekin í málinu.” Þannig hljóðar hin fyrsta bókun um þetta merkilega mál félagsins. Kemur þetta síðan fyrir 3 næstu stjórnarfundi og á fundinum 8. maí er endanlega gengið frá málinu sem markaði svo stórkostleg tímamót í sögu félagsins. Þar segir orðrétt: „Fyrir fundinum lá kaupsamningur um kaup á landinu Hliðarendi við Öskjuhlíð. Var það samþykkt að samningurinn skyldi undirskrifaður á morgun 9. maí 1939.” mestur hluti landsins var tún en allt landið var 5,1 ha. að stærð. Kaupverðið var 30.000 kr. og skyldi borga út 5.000 kr. I þá daga voru þetta miklar upphæðir fyrir fátækt félag með nærri tóman sjóð. Til þess að standa f skilum með útborgunina var horfið að því að gefa út 50 kr. skulda- bréf og bjargaðist það, en þó tókst ekki að greiða stimpilgjöld fyrr en nokkru síðar. Kaupsamning gerði félagið við frú Jóneyju Guðmundsdóttur, en annar aðili mun hafa sóst eftir landinu á sama tíma. Um þetta segir Ólafur Sigurðsson í grein um Hlíðarenda 20 ára: „Hafði frú Jóney tekið miklu á'st- fóstri við staðinn þau ár sem hún bjó þar með manni sínum, fyrr- verandi alþingismanni Guðjóni Guðlaugssyni og fjölskyldu þeirra. Vildi hún heldur selja Val eignina í þeirri trú að Valur mundi hlú að staðnum, rækta hann og prýða, frekar en eigendi er ræki þar bú. Skuldum vér Valsmenn minningu þessarar mætu konu, að koma þessari hugsjón hennar í fram- kvæmd hið fyrsta.” Um það leyti sem kaupin voru gerð kom fram nokkur gagnrýni á það að ekki skyldi boðað til almenns fundar til að ræða þetta stóra mál, en stjórnin ákvæði það ein, þar sem um svo háar fjárskuld- bindingar væri að ræða. Til umræðu á félagsfundum kemur þetta ekki nema á aðalfundinum 1941, þar sem rödd kom fram um það að ekki hefðu verið nógu vel athugaðir möguleikar á vallargerð á landinu og eins, að hús væru ekki I eins góðu ásigkomulagi og ætlað hefði verið. Að umræðum loknum var einróma sam- þykkt tillaga um að „athuga verðmæti eignarinnar og framtíðarmöguleika hennar.” „í seinni tíð hefur verið gert heldur mikið úr þessari gagnrýni og meira en efni standa til.” Hér lýkur tilvitnunum í áðurnefnt 50 ára afmælisblað Vals. Um leið og kaupin á Hliðarenda voru gerð var gerður leigumáli á landi og húsum til næstu 5 ára sem stóð undir afborgunum, en ekkert fé var aflögu til frekari framkvæmda fyrst um sinn. Þegar samið var um leiguna, var undanskilinn um 1 ha. til æfinga fyrir félagsmenn, sem kom sér vel því æfingasvæðið við Öskju- hlíð varð brátt ónothæft vegna flugvall- arins. Framkvæmdir Á þeim tfma sem Hlíðarendakaupin voru gerð, rikir kreppuástand í þjóðfé- laginu og peningavelta lítil og því lítið um framkvæmdir yfirleitt. Á stríðsárunum verður gerbreyting hér á, næg atvinna og aukin peningavelta og auknar fram- kvæmdir. Þetta verður til þess að leigu- samningnum er sagt upp 1944 og jafn- framt samþykkir stjórn félagsins að stofna til bílahappdrættis og hlutaveltu sem gáfu félaginu 100.000 kr. í hagnað. Þessar vel heppnuðu fjáraflanir urðu til þess að hafist var handa um framkvæmdir. Landinu fylgdu auk íbúðarhúss, stórt fjós og hlaða. Fjósinu var breytt í bað og búningsklefa og hlöðunni í félagsheimili, en það var formlega tekið í notkun árið 1948. Varan- legur samastaður fyrir félagið var stað- reynd, að vísu bráðabirgðavöllur, en búningsklefar, böð og félagsheimili, sem gjörbreyttu allri starfsemi félagsins. Langþráður áfangi hafði orðið að veru- leika. Það var ekkert lát á framkvæmdum þótt félagsheimili væri tilbúið. Á sama ári var hafist handa um vallargerð og var malarvöllur vígður í september 1949. Strax á næsta ári hófst undirbúningur að grasvallargerð. Árið 1953 var hann tekinn í notkun og þar með hafði sá draumur rætst að æfingar fóru fram á grasi. Það var á árunum um 1930 að hand- knattleikur kemur til sögunnar í Val, í litlum mæli til að byrja með, en áhuginn fyrir leiknum jókst smátt og smátt og árið 1940 eignast Valur fyrstu íslandsmeist- arana. Æfingar fóru fram á ýmsum stöðum f bænum, í litlum sölum, sem voru alls ófullnægjandi, en aðstaðan breyttist til muna, þegar Hálogaland kom til sögunnar eftir stríðslok. En það var ekki að skapi Valsmanna að vera ánægðir með þessa aðstöðu. Það var svo snemma árs 1953 að ákvörðun var tekin um undir- búning að smíði íþróttahúss. Töluverðar deilur urðu í félaginu um stærð hússins, því sumir vildu byggja hús að gólffleti 20 x 40 m auk áhorfendasvæða og bún- ingsklefa. Opinberir aðilar vildu ekki fallast á þá stærð og varð niðurstaðan sú að ráðist var í byggingu húss 16x32 m auk baða og búningsherbergja, en með því var tryggt að opinberir styrkir fengust og réði það úrslitum um stærð hússins. Húsið varð fokhelt á árinu 1955 og varð þá nokkurt hlé á framkvæmdum vegna fjárskorts og það leigt Hitaveitu Reykja- víkur fyrir geymslu. Þannig stóð til ársins 1958 að hafist var handa á ný og um haustið það ár var húsið tekið formlega í notkun. Frá því Hlíðarendi var keyptur 1939 við erfiðar aðstæður fjárhagslega og fram til ársins 1959 eða á 20 ára tímabili höfðu átt sér stað stórkostlegar framkvæmdir að Hlíðarenda eins og drepið er á hér að framan. Einnig verður að hafa í huga að samtímis var ýmislegt annað gert, svo sem girðing svæðisins, gróðursetning trjáa og snyrting á svæðinu til að gera það vistiegt og aðlaðandi. Einnig hófst bygging skíða- skála í landi Kolviðarhóls í Sleggjubeins- dal og þar með voru skíðin komin á dag- skrá. /Výjar framkuæmdir Það þarf engan að undra að hlé yrði á framkvæmdum um tíma, en félagið 60 VALSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.