Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 23

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 23
Stórgóður árangur þrátt fyrir miklar breytingar Valur var aS mörgu leyti óþekkt stærð í byrjun sumars 1986 því miklar manna- breytingar urðu á liðinu sem og áður. Nokkrir gamalreyndir landsliðskappar ýmist lögðu skóna á hilluna eða brugðu sér í atvinnumennsku og því var óvíst um árangur liðsins. Ian Ross hafði ekki miklar áhyggjur af því þótt aðeins lengri tíma tæki fyrir hann að móta til nýtt lið. Nokkrir góðir leikmenn gengu til liðs við Val og voru leikmenn bjartsýnir. Leikir Vals í 1. deild hófust á hefð- bundinn hátt tvö töp og allt í volli. I kjölfarið fylgdi góður sigur í Keflavík - 4:0 og þá fór boltinn að rúlla að nýju. Fram náði góðri forystu að vanda en Val óx ásmegin og saxaði jafnóðum á forskotið. Forystan var í höndum Vals að loknum 17 umferðum en þá kom martröðin gegn KR á heimavelli - 0:3 tap og draumurinn var á enda. Þrátt fyrir sigur í síðasta leik uppi á Skaga dugði það ekki því Fram vann Is- landsmótið á hagstæðari markatölu - minna gat það vart verið. Þrátt fyrir von- brigði um stundarsakir eru menn ánægðir þegar á heildina er litið. Fæstir bjuggust við að Valur gerði stóra hluti í sumar en liðið er nú til alls líklegt og hefur endur- ráðið Ian Ross. Hann mun því stjórna Val fjórða árið í röð og sýnir það best hæfileika hansog hversu vel störf hans eru metin. Nokkrir gamlir refir hafa gengið til liðs við Val og nægir þar að nefna Valsarana Inga Ingvar Guðmundsson eflist með hverjum leik. Ef hann skorar færri en 5 mörk næsta sumar ætti hann að snúa sér að fimleikum eða frímerkjasöfnun. Fjórír af framtíðarleikmönnum Vals léku með 3. flokki síðastliðið sumar. Frá vinstri: Arni Jónsson, Dagur Sigurðsson, Steinar Adolfsson og Gunnar Már Másson. Björn Albertsson, Njál Eiðsson og Sævar Jónsson. Hörður Hilmarsson hefur og verið ráðinn aðstoðarþjálfari Ian Ross og er liðið til alls líklegt næsta sumar. En hvað Bikarkeppnina varðar þá verða þar framfarir hjá Valsliðinu frá ári til árs. I fyrra komst liðið í 8 liða úrslit í ár í 4 liða úrslit og vonandi verður létt heljar- stökk tekið næsta sumar og drifið í úrslita- leik. Það fer að koma tími á úrslitaleik í bikarnum hjá félaginu. Stúlkurnar í Val áttu gjörsamlega sumarið og unnu allt sem hægt var að vinna. Þær báru höfuð og herðar yfir stöllur sínar í hinum liðunum og virtust leika við hverja tá. Valkyrjurnar sigruðu og í bikarkeppninni og eru sannast sagna flokkur ársins hjá Val. Um árangur annarra flokka hjá Val er fjallað annars staðar í blaðinu svo og um þátttöku Vals í Evrópukeppni meistaraliða. Astæða þess að ekki er betur fjallað um yngri flokkana í grein þessari svo sem Reykjavíkurmót, haustmót og fleira í þeim dúr, er að upplýsingar þess efnis liggja ekki á lausu en vonandi verður gerð brag- arbót þar á og allt skráð í bækur. Þorgrímur Þráinsson. Bergþór Magnússon hefur vonandi náð sér af bakmeiðslunum. Hann lék sem hægrí bakvörður í síðustu leikjum sum- arsins og stóð sig „brilljant”. Pottþéttur leikmaður. Ámundi Sigmundsson stóð sig frábær- lega sitt fyrsta sumar með Val. Þrátt fyrir uppskurð á tá ætti hann að geta haldið uppteknum hætti næsta sumar. VALSBLAÐIÐ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.