Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 33

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 33
heima” íheimsókn hjá Jean ogJon West þjálfara Va/s í körfubolta Texti: Þorgrímur Þráinsson ingar um Val og íslenskan körfubolta. ,,Ég hafSi líka samband viS leikmenn sem léku hér á landi fyrir fjórum árum,” segir Jon. ,,Þeir gáfu mér haldgóSar upplýsingar auk þess sem nokkrir bandarískir háskóla- leikmenn sem leikið hafa í Þýskalandi þekktu til Vals og fræddu mig um það sem þeir vissu.” „Nei, það voru engin ofsaleg viðbrigði að koma til íslands, en þó tók tíma að venjast vissum staðháttum. Á íslandi líður okkur eins og heima og efast ég ekki um að hér sé gott að búa. Það sem kom ef til vill mest á óvart var verð á bensíni og ýmsum vörum.” Skortur á stórum leikmönnum „Hvað íslenskan körfubolta varðar þá var hann á svipuðu stigi og ég hafði gert mér í hugarlund um. Hér er mun meira leikið utan varnar andstæðingsins og skot reynd af löngu færi miðað við það sem þekkist í Bandaríkjunum. Ástæðu þess tel ég vera að hér er skortur á stórum leik- mönnum í liðunum.” — Huað er ábótauant í íslenskum körfu- bolta aðþínu mati?" „Það sem er mest áriðandi er uppbygg- ing og þjálfun yngri flokkanna. í Banda- ríkjunum æfa strákar í 3. og 4. flokki líkast til sex sinnum í viku en hér aðeins þrisvar sinnum. Auk þess eru hér ekki mjög margir staðir sem strákar geta leikið sér í körfubolta. Ég þjálfa 4., 3., 2„ og meist- „Það voru engin ofsaleg viðbrigði að koma til íslands.” araflokk og æskilegast væri ef þessir strákar gætu æft daglega. En mér skilst að mikið til sömu leikmenn í yngri flokkunum leika körfubolta og fótbolta þannig að greinarnar togast á um strákana og þeir þurfa því að velja og hafna. Ég get til að mynda nefnt 3. flokk Vals sem er sérlega efnilegur og flokkur framtíðarinnar í Val. Liðið er nýbakaður Reykjavíkurmeistari og strákarnir mjög áhugasamir og leggja sig fram í samræmi við það. En einhverjir þeirra, t.d. Steinar Adolfsson eru líka í fótbolta og eftir því sem ég best veit velur hann fófboltann í framtíðinni, en hann á og mikla framtíð fyrir sér í körfunni. ” Við þurfum aðlögunartíma — Huemig leggst Úrualsdeildin í uetur í þig?” Mér skilst að deildin sé jafnari í ár en oft áður þegar Njarðvíkingar voru með yfir- burðalið. I vetur verða allir leikir erfiðir og jafnir og því verður hver og einn leikur að spilast á fullu. Deildin ætti að koma mun betur út þegar liðin eru svona jöfn að getu - hún verður fyrir bragðið mun meira spennandi. í heildina er ég ánægður með frammistöðu Vals þrátt fyrir að við töpuðum tveim leikjum í röð. Eitthvert slen var yfir okkur í þeim leikjum en ég held að við höfum komist yfir það. Við höfum verið að reyna ný leikkerfi bæði í vörn og sókn og það tekur tíma fyrir leikmenn að læra inn kerfin. Einnig tekur tíma fyrir leikmenn að aðlagast nýjum þjálfara svo og fyrir mig að aðlagast leik- mönnunum. Þeir leggja mjög hart að sér við æfingar og leika vel saman. Góð breidd er í liðinu, við höfum engan „toppscorer” í deildinniheldur dreifast stigin jafnt á leikmenn.” . . Hefur þú innleitt ný leikkerfi \ Vals- liðið síðan þú komst?" „Við spilum núna nær körfunni en áður og skjótum ekki eins mikið fyrir utan. Einhvern tíma gæti tekið fyrir leikmenn að venjast þessu en ég er bjartsýnn á fram- haldið.” — Ykkar erfiðustu andstæðingar í deildinni?” „Njarðvík, Keflavík og KR. Annars hugsum við lítið um andstæðingana eða mótið í heild sinni - það sem ég legg áherslu á og tel mikilvægast er næsti leikur. Ég vil ekki horfa of langt fram í tímann.” — Bestu leikmenn Islands að þínu mati? „Torfi er líkast til sá besti hérlendis enda hefur hann mikla reynslu að baki. Valur Ingimundarson og Pálmar Sigurðsson eru líka mjög góðir leikmenn.” Arangur Péturs eykur áhuga strákanna — Gætu bestu leikmenn okkar leikið sem atuinnumenn erlendis? „Eflaust í Evrópu en ekki í Bandaríkj- unum. Sumir myndu þó eflaust spjara sig með háskólaliðum þar en úrval leik- manna í Bandaríkjunum er svo gífurlegt miðað við Island og mikið úrval frábærra VALSBLAÐIÐ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.