Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 15

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 15
stólpum meistaraflokks Fram og lands- liðsins í handknattleik. Tvær yngri dætur Sigríðar, Hafdís og Díana æfa báðar handknattleik með Fram og stefna hrað- byri að því aðfeta í fótspor systurinnar sem afrekskonur í handboltanum. Og þrátt fyrir að Sigga hafi formlega hætt að æfa fyrir allmörgum árum bregður hún sér enn af og til á æfingar með nokkrum fyrr- verandi handknattleikskonum í Val ,,01d girls” og segist hafa mikla ánægju af. Valsblaðið hitti Siggu að máli fyrir skömmu og spjallaði við hana um hand- boltann fyrr og nú og barst talið fyrst að upphafi þess að hún fór að æfa hand- bolta. Tíminn fór í vinnu og æfingar. „Ætli ég hafi ekki verið 16 ára þegar ég byrjaði að æfa með Val. Þá bjó ég á Vita- stíg sem tilheyrði auðvitað Valshverfinu og einhverju sinni hitti ég Arna Njálsson sem bjó á Grettisgötunni og hvatti hann mig til þess að byrja að æfa með Val. Áður hafði ég reyndar farið á nokkrar æfingar hjá Ármanni en fann mig ekki og gekk til liðs við Val. Ég byrjaði í öðrum flokk en gekk fljótlega upp í meistaraflokk þegar ég varð 16 ára en meistaraflokkurinn var stofnaður um þær mundir. Ég man að Ármann og KR voru aðalkeppinautarnir í þá daga og maður bar mikla virðingu fyrir þessum reyndu konum í meistaraflokks- liðum. Þetta voru allt stelpur sem voru þremur til fjórum árum eldri en við sem þótti mikill aldursmunur á þessum árum. Ég man sérstaklega eftir Sirrý Lúthers í Ármanni og Hrönn Guðmundsdftur og Mæju í KR og reyndar fleiri sem maður leit upp til á þessum tíma.” Hvemig gekk meistaraflokki Vals á þessum árum? „Okkur gekk þolanlega til að byrja með en þessi kjarni fór ekki að láta verulega að sér kveða fyrr en nokkrum árum síðar. Við urðum t.d. íslandsmeistarar árið 1961 eftir úrslitaleik við Ármann." Fór mikill tími í æfingar? „Ekki fann ég svo mikið fyrir því. Ég vann á þessum tíma í verslun og æfði á kvöldin. Jú, tíminn fór í vinnu og æfingar. Um þetta leyti kynntist ég Guðjóni sem þá var leikmaður með Fram og auðvitað kynntumst við gegnum handboltann," segir hún og hlær. ,,Við byrjuðum fljót- lega að búa saman og fljótlega eigriuð- umst við okkar fyrsta barn, Guðríði." Vorum bæði á kafi í handboltanum. Var ekki erfitt að stunda æfingar með heimili og lítið bam? Annar flokkur Vals árið 1958. Sigríður er þríðja frá vinstri í aftarí röð. Lengst til hægri er Ámi Njálsson þjálfari. ,,Nei, við vorum bæði á kafi í hand- boltanum og ég man að ég æfði þangað til ég var komin þrjá mánuði á leið og byrjaði aftur fljótlega eftir að ég var búin að eignast steipuna. Ég held að ég hafi bara orðið betri í handboltanum við að eignast barn. Maður öðlast ákveðinn þroska og kraft og ég er þeirrar skoðunar að konur þurfi alls ekki að hætta að æfa þó þær eignist börn. Það er alltof algengt að góðar handknattleikskonur hætti eftir að þær eignast sitt fyrsta barn. Eins og ég sagði vorum við Guðjón bæði að æfa á þessum tíma og þá hjálpuðimst við að með stelpuna. Oftast gat annað okkar verið heima þegar hitt fór á æfingar eða í leiki. Svo áttum við góða að og í því sambandi má ég til með að nefna bróðir minn Sverri sem reyndist betri en enginn við að hjálpa okkur með stelpuna. Nei, ég man ekki eftir neinum sérstökum erfiðleikum sem sköpuðust við að barn var komið til sögunnar. Seinna þegar Gurrý stækkaði tókum við hana með á æfingar eða á leiki.” Myndaðist ekki togstreita á heimilinu þar sem hjónin tilheyrðu sitt hvoru íþróttafélaginu? ,,Það var að sjálfsögðu oft talað um handbolta á heimilinu," segir Sigga og íslandsmeistarar áríð 1961. Hjónin Guðjón Jónsson og Sigríður Sigurðar- dóttir urðu bæði ísiandsmeistarar þetta árið, hvort með sínu félagi. VALSBLAÐIÐ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.