Valsblaðið - 01.05.1986, Side 35

Valsblaðið - 01.05.1986, Side 35
OLD-BOYS PUNKTAR íslandsmót eldri flokks 1986, fór ekki á þann veg sem viS Valsmenn ætluðum. Við gátum ekki varið titil okkar frá fyrra ári vegna eitilgrimmra Akurnesinga og unnu þeir íslandsbikarinn þetta árið en Valur varð í fjórða sæti. Það góða við keppnina í þessum flokki er, að á þessu viðkvæma aldursskeiði 30-50 ára er svotil eingöngu spilað á grasi, enda flestir keppenda ennþá fisléttir og frískir. Eldri flokkur Vals fékk þó ekki að spila einn einasta leik á grasi á sínum heimavelli og sætti það nokkurrar furðu. Þarna eru menn sem flestir hafa alið allan sinn knattspyrnuferil hjá Val og sumir með fleiri hundruð leiki á bak við sig fyrir félagið. Það ætti því að vera sjálfsögð umbun á efri árum að fá svona einn grasleik yfir sumarið. Þetta er sett fram til umhugsunar til yfirstjórnar félagsins. Á nýafstaðinni uppskeruhátíð Vals var úthlutað verðlaunum að vanda til flokka og einstaklinga sem til þeirra höfðu unnið að mati þjálfara og umsjónarmanna. I eldru flokki var að mati undirritaðs og nokkurra valinna félaga í flokknum óum- deilanlegt, að Hermann Gunnarsson hafi átt sitt besta sumar í langan tíma end aldrei æft eins stíft og mætti hann að sjálfsögðu í alla leiki sumarsins. Var hann því valinn Leikmaður Old Boys 1986. Efnilegastur okkar eldri drengjanna var valinn Alexander Jóhannsson, maður sem er með ódrepandi áhuga og enn á uppleið. Báðir þessir aðilar gátu ekki verið á uppskeruhátíðinni og voru því verð- launin afhent þeim í matarhófi í Veitinga- húsinu Torfan nokkru síðar. Verslunin Tékk-Kristall hefur gefið verðlaunin til þessa flokks og á meðfylgj- andi myndum sést Skúli Jóhannesson eigandi Tékk-Kristals afhenda þeim verð- launin. Þá má geta þess að silkiborða þann sem Hermann hefur um hálsinn gaf Haildór Einarsson (Henson). Skúli Jóhannesson afhendir Hermanni Gunnarssyni verðlaunin sem viðurkenning fyrir að vera besti leikmaður Old Boys 1986. Alexander Jóhannesson var valinn efnilegasti leikmaður „gamlingjanna” 1986. Valskveðjur, HilmirElíson. VALSBLAÐIÐ 35

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.