Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 56
t
KNATTSPYRNAN
í YNGRI FLOKKUM
VALS 1986
Texti: Gunnlaugur Sigfússon
ViS Valsmenn höfum oft átt betri upp-
skeru að fagna í lok keppnistímabils yngri
flokka en eftir sumarið 1986. Þrátt fyrir
það er engin ástæða til annars en að vera
bjartsýnn hvað framtíðina varðar, því nóg
er af efnilegu fólki í okkar röðum. Fólk
sem á eftir að halda merki félagsins hátt á
lofti á komandi árum.
Lítum aðeins yfir árangur einstakra
flokka á liðnu sumri og byrjum á 6. flokki.
A-liðið varð í öðru sæti í Reykjavíkurmóti
og Pollamóti KSÍ og Eimskip. Þeir unnu
Valsmótið og stóðu sig vel á Pollamóti Týs
í Vestmannaeyjum. B-liðið nældi sér í ein
silfurverðlaun með því að verða í öðru
sæti á Pollamóti KSÍ.
Það var stór hópur sem æfði í 6. flokki
og voru þar margir efnilegir drengir. Það
sem ef til vill háði þeim stundum var
hversu smávaxnir þeir voru. En margur er
knár þótt hann sé smár, stendur einhvers-
staðar og strákarnir bættu smæðina oft
upp með leikni sinni.
Þjálfarar 6. flokks voru Eyjólfur
Finnsson og Snævar Hreinsson.
I 5. flokki voru margir stórefnilegir
strákar en flestir leikmenn flokksins voru á
yngra ári og er það án efa ein ástæða þess
að þeir áttu fremur erfitt uppdráttar. Á
góðum degi gat þetta lið nefnilega velgt
hvaða liði sem var undir uggum, eins og
t.d. sýndi sig í síðasta leik þeirra í Islands-
mótinu, þar sem þeir báru sigurorð af KR-
ingum með tveimur mörkum gegn einu
og forðuðu sér þar með frá falli í B-riðil.
Þjálfari 5. flokks var Kristján Sigurjóns-
son.
Fjórði flokkur átti fremur erfitt upp-
dráttar og varð margt þess valdandi að
uppskera flokksins varð heldur rýr. í fyrsta
lagi voru þar margir drengir á yngra ári,
sem í fljótu bragði kann að sýnast Iéleg
afsökun, en þeir sem þekkja eitthvað til
unglingabolta vita hvað það getur þýtt. Þá
var í Islandsmótinu oft erfitt fyrir þjálfara
að stilla upp sterkasta liði, vegna fjarveru
Trygsvi Valsson leikmaður 5. flokks sumarið 1986. Svipurinn leynir ser ekki — jú, jú
bróðir þess lauflétta Vals Valssonar.
56 VALSBLAÐIÐ