Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 10

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 10
SKÝRSLA KÖRFUKNAt í grein þessari verður reifað það helsta sem gerst hefur innan körfuknattleiks- deildar Vals frá haustinu 1981 og fram til vors 1986, eða íþau fimm ársem liðin eru síðan afmælisbók Vals „Valur vængjum þöndum” kom út. Segja má að þetta tímabil í sögu deild- arinnar hafi byrjað með þátttöku í Evrópukeppni bikarhafa. Leikið var gegn enska liðinu Crystal Palace og fóru báðir leikirnir fram í London. Eins og flestum er kunnugt var Crystal Palace á þessum tíma með betri körfuknattleiksliðum Evrópu, og því ekki að undra þótt báðir leikirnir hafi tapast. Með meistraflokki Vals lék þennan vetur bandaríkjamaðurinn John Ramsey og var hann einnig þjálfari flokksins. Að loknu Islandsmóti var Valur í þriðja sæti, en margir höfðu gert sér vonir um betri árangur. Keppnistímabilið 1982-1983 fengu Valsmenn til liðs við sig Bandaríkja- manninn Tim Dwayer. Hann hafði áður starfað hjá félaginu á árunum 1978-1980 en þá náði meistaraflokksliðið mjög góðum árangri. A þessum vetri tókst að vinna alla þá titla sem í boði voru, þ.e. Valsmenn gátu státað af því að eiga samtímis Islandsmeistara, Bikarmeistara og Reykjavíkurmeistara í körfuknattleik. Þetta var í annað skiptið á þremur árum sem þessi árangur náðist. Kjarni liðsins þennan vetur var sá sami og verið hafði 1979-1980. Einn þeirra leikmanna var Ríkharður Hrafnkelsson, sem að loknu þessu keppnistímabili hætti að leika með Val og fluttist aftur á æskustöðvarnar í Stykkishólmi. Annar Hólmari, Kristján Agústsson, var í framvarðarsveit á þessum árum og er það reyndar enn þann dag í dag. Á árunum 1981-1983 átti félagið góða yngri flokka, sem ávallt kepptu í fremstu röð. Þeir leikmenn skipa í dag meistaraflokk félagsins. Nægir þar að nefna Leif Gústavsson, Einar Ólafsson, Björn Zoéga, Pál Arnar og Tómas Holton. Tómas var fyrstur körfuknattleiksmanna til að hljóta titilinn Körfuknattleiksmaður 10 VALSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.