Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 57

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 57
4. flokkur Vals, B-lið varð í öðru sæti á Miðsumarsmóti B-Iiða 1986. Tveir efnilegir leikmenn 4. flokks, Gunnar Gunnarsson og Sveinn Sigfinnsson. leikmanna sem margir hverjir virtust vera á sífelldum ferðalögum. Má t.d. nefna að nokkrir helstu máttarstólpar liðsins brugðu sér á miðju sumri til Ítalíu, til að taka þátt í handboltamóti. Ekki eru allir á eitt sáttir um það hvort handknattleiks- deild eigi að vera að standa fyrir keppnis- ferðum sem þessum á miðju keppnistíma- bili fótboltans, fremuren ef knattspyrnulið væru send til keppni á miðju keppnistíma- bili handboltans. Þjálfari 4. flokks var Sævar Tryggva- son. Þriðji flokkur var kannski helsta skraut- fjöður yngri flokkanna. Þeim tókst að vera í baráttu um efstu sæti f öllum mótum sem þeir tóku þátt í en á endanum unnu þeir ekki neina titla. Þeir urðu í fimmta sæti á Islandsmótinu og í öðru sæti á Haustmóti og Reykjavíkurmóti. B-liðið náði öðru sæti í Reykjavíkurmóti og fyrsta sæti í Haustmóti. Þá var farið í keppnisferð til Danmerkur og tekið þátt í Dana Cup sem er eitt stærsta unglingamót sem haldið er í heim- inum árlega. Til marks um það má nefna að í þessum aidursflokki sem við sendum til keppni, voru yfir 180 lið sem hófu keppni. Strákarnir okkar féllu út í sextán liða úrslitum, eftir vítaspyrnukeppni. Þeir kepptu við brasilískt lið og ég held að óhætt sé að segja að það hafi verið einn mest spennandi knattspyrnuleikur sem ég hef séð um ævina. Okkur strákar komust í 2-0 í fyrri hálfleik og Brassarnir náðu ekki að jafna leikinn fyrr en um það bil sem venjulegum leiktíma var að ljúka. Valur hefði svo sannarlega átt skilið að vinna þennan leik, vegna þess að nettir Brass- arnir áttu aldrei almennilegt svar við kraft- miklum og leikglöðum íslendingunum. Þessa má svo geta að þetta lið frá Brasilíu vann mótið nokkuð auðveldlega. Vonandi verður þessi ferð drengjunum jafn eftirminnileg og hún hefur orðið og verður mér áreiðanlega um aldur og ævi. Framkoma þeirra var prúðmannleg og umfram allt skemmtileg. Þeir voru sjálfum sér og féiaginu til sóma. Þjálfari þriðja flokks var Kristján Þorvaldz. Þá er komið að öðrum flokki, sem átti raunar fremur döpru gengi að fagna. Sigur vannst í Valsmótinu en um önnur mót er víst best að hafa sem fæst orð. Skemmst er frá því að segja að í Islands- móti varð fall í B-riðil óumflýjanlegt. Það er þó engin ástæða til að leggja árar í bát þótt illa hafi gengið f sumar, því í þessum flokki eru efnilegir drengir og þeir fá til liðs við sig góða einstaklinga sem nú ganga upp úr þriðja flokki.Það er því bara að snúa vörn í sókn og ég er sannfærður um Þessir léku með 5. flokki síðastliðið sumar og stóðu sig vel. Júlíus Axelsson til vinstri og Friðrik Jónsson. VALSBLAÐIÐ 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.