Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 27

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 27
Breytingar á lögum Vals Á haustmánuSum 1985 skipaSi aSal- stjórn Vals þriggja manna nefnd til aS endurskoSa lög félagsins. í nefndinni voru Bergur GuSnason, Bjarni Bjarnason og SigurSur Lárus Hólm. Störf nefndarinnar beindust einkum í þann farveg hvernig efla mætti Val og þá einkum félagslega. Innan félagsins var í gangi umræSa þar sem sett var spurningamerki við þaS hvort deildarskiptingin væri búin aS renna sitt skeiS á enda og væri hugsanlega drag- bítur á starfsemina í Val. Á aSalfundi 15. apríl 1986 voru lagSar fram tillögur aS lagabreytingu, sem í eSli sínu voru all róttækar. Tillögurnar gerSu ráS fyrir því aS áhrif aSalstjórnar yrSu aukin og að deildir og deildarstjórnir yrðu lagðar niSur en í stað kæmu nefndir hverrar íþróttagreinar sem aðallega var ætlað það hlutverk að sinna íþrótta- og félagshliðinni á hverri íþróttagrein. Og stuðla þannig að eflingu félagsins í eina heild. Gert var ráð fyrir að fjárhagsleg ábyrgð færðist meira yfir á hendur aðal- stjórnar, sem myndi starfa eftir fjárhags- áætlun aem samþykkt væri á aðalfundi félagsins. Á aðalfundinum komu fram mjög skiptar skoðanir um tillögurnar. Þótti mörgum að þarna væri verið að stíga of stórt skref í einu og margir vildu meina að deildarskiptingin ætti enn fullan rétt á sér. Lauk umræðunni þannig að aðalfundur kaus nefnd sem sæti áttu í formenn deilda ásamt formanni félagsins til að fara yfir tillögurnar og samræma ólík sjónarmið. Síðan var aðalfundi frestað. Framhaldsaðalfundur var síðan hald- inn 21. ágúst 1986 þar sem samþykktar voru mótatkvæðalaust tillögur formanna- nefndarinnar um breytingar á lögum fé- lagsins. Breytingarnar felast einkum í eftir- töldum atriðum. 1. Menn eru félagar í Knattspyrnufé- laginu Val en ekki í einstökum deildum þess. 2. Aðalfundur skal opin öllum skuldlaus- um félagsmönnum 16 ára og eldri. 3. Á aðalfundi félagsins skal lögð fram fjárhagsáætlun þess til samþykktar. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun feli aðskilið fjárhagsáætlanir deilda. 4. Á aðalfundi félagsins verði kosnir for- menn einstakra íþróttadeilda. For- menn knattspyrnu-, handknattleiks- og körfuknattleiksdeilda verði sjálf- kjörnir í aðalstjórn. 5. Aðalstjórn skipi 9 menn. 6. Deildarfundir, sem koma í stað aðal- funda deilda, verði auglýstir á aðal- fundi félagsins og verði haldnir eigi síðar en 14 dögum eftir aðalfund fé- lagsins. Á deildarfundum eru kosnir aðrir stjórnarmenn deilda en for- maður. Það er almennt álitíð að sú umræða sem fram fór um lög félagsins og stöðu þess almennt hafi verið til góðs og er vonandi að svo verði einnig um þær breytingar sem gerðar voru á lögunum. Nokkur orð um stóðadeildina Eins og Valsmenn rekur minni til var skíðaskáli skíðadeildar Vals endurbyggð- ur á árunum 1980-1982. Var hann form- lega opnaður í mars 1982. Skíðaskálinn hafði þá um nokkurra ára skeið verið í megnustu niðurníðslu og nánast talið að ekki væri viðlit að bjarga honum. Síðan skíðaskálinn var opnaður aftur má segja að hann hafi verið í stöðugri notkun. Mikil ásókn hefur verið í að fá skálann leigðan og þá jafnt yfir sumartímann eins og á veturna. Síðustu tvö árin hafa verið mjög snjólétt í nágrenni skálans og hamlaði það nokkuð skíðaiðkunum. Barnalyfta sú sem skíðadeildin er búin að koma sér upp hefur af þeim sökum verið tæplega not- hæf. Nokkuð var um afpantanir á sl. vetri vegna snjóleysis. Bygging skíðalyftu hefur verið á dag- skrá og var nokkuð búið að þoka þeim málum áleiðis í kerfinu. En strandaði á því hve feykilega dýrt það fyrirtæki er.Einnig lendir fjármagnsútvegun og fyrirgreiðsla að mestu á fárra herðar og hefur það sett málið í biðstöðu. Á árinu 1984 var unnin töluverð jarðvegsvinna við lagfæringu á skíðabrekku. Félagsmál hafa setið á hakanum hjá skíðadeildinni til þessa en nú í haust hafa nokkrir ungir og hressir krakkar sýnt mikinn áhuga á að starfa að skíðamálum fyrir deildina og jafnvel að keppa á skíðum fyrir félagið. Einnig hefur komið tíl tals að vera með byrjendakennslu nk. vetur og nota þar með barnalyftu deild- arinnar. Vonandi verður næsti vetur bæði snjóþungur, langur og strangur. Með skíðakueðju. VALSBLAÐIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.