Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 16

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 16
Á landsliðsæfingu 1960. Myndin er tekin í íþróttahúsi á Keflavikurflugvelli. Sigríður er komin í dauðafæri en leikmaðurinn sem brýtur á henni — lengst til vinstri er enginn annar en eiginmaður hennar, Guðjón Jónsson. Til hægri er ónafngreindur leikmaður annars flokks í Keflavík en á línunni liggur Silja Hallsteinsdóttir. konur sem þar voru fyrir. Fnmann Gunn- laugsson þjálfaSi okkur og þá voru NorS- urlandamótin einu tækifærin sem kvennalandsiiðið fékk og skýrir það einna best landsleikjafjöldann sem ég á að baki 12 landsleikir. Nú eru tækifæri kvenna- landsliðsins mun fleiri þó svo að þau séu alls ekki nógu mörg. Við æfðum á Kefla- víkurflugvelli vegna þess að við áttum engan sal sem var nógu stór. Þá spiluðum við gjarnan æfingaleiki við 2. flokk karla í Keflavík. Þetta var skemmtilegur tími hjá okkur stelpunum og samstaðan hreint ótrúleg. Það var dekrað við okkur fyrir Norður- landamótið 1964 sem halda átti hér heima. I Valsheimilinu var kokkur sem eldaði fyrir okkur og ég man að við lögð- umst á gólfið og hvfldum okkur í svefn- pokum eftir æfingarnar. Það var mikill áhugi á kvennaboltanum á þessum tíma og dagblöðin skrifuðu meira um kvenna- handboltann en nú er gert. Fyrsti lands- leikurinn minn var gegn Svíþjóð 1959 og þá spilaði ég í horninu en náði ekki að slora í þeim leik. Við urðum númer tvö á mótinu 1961 og vorum ákveðnar að sigra á næsta Norðurlandamóti sem halda átti hér á landi 1964.” brosir. ,,Við vorum oft ósammála eins og gefur að skilja og við þrösuðum oft en það risti ekki djúpt. Mér hefur alla tíð verið hlýtt til Fram og jafnan haldið góðu sam- bandi við féiaga Guðjóns og eiginkonur þeirra. En auðvitað var maður alltaf tví- efldur þegar spilað var á móti Fram,” bætir hún við sposk á svipinn. Hverjir voru erkijjendur ykkar í deildinni á þessum árum? „Deildin var nokkuð svipuð á þessum árum. Ef til vill voru FFf-stelpurnar erf- iðastar. Silja Hafsteins og Lína í FH voru erfiðar og harðar. Þær spiluðu hraðan bolta og léttan og gátu verið erfiðar viður- eignar. Það var því sérstaklega skemmti- legt að vinna þær. Þó er mér sérstaklega minnisstæður leikur við KR árið 1961 sem við unnum 8-7 í æsispennandi leik. KR-stelpurnar höfðu þá ekki tapað leik í 23 leikjum. Leikurinn var tvísýnn og aldrei nema eins marks munur. Við unnum með vítakasti á síðustu mínút- unni. Þá ætlaði allt að verða vitlaust á Hálogalandi,” segir hún og brosir við endurminningunni. Góð stemning á Hálogalandi. Við ræðum um Hálogaland og Sigga minnist þess hve góð stemning ríkti oft í þessum gamla og lúna bragga við Suður- landsbrautina. „Einhvern veginn var alltaf sérstök stemn- ing á Hálogalandi. Þrengslin voru mikil, áhorfendurnir voru nánast ofan í leik- mönnunum. Það kom því oft fyrir að við duttum á áhorfendur í hita leiksins. Á þessum árum voru kvennaleikirnir jafnan settir á undan leikjum meistaraflokks karla og því var Hálogaland jafnan troðfullt þegar við spiluðum. Aðstaðan í þessum gamla bragga var léleg og ég man að við urðum að vera fljótar að klæða okkur og koma okkur út úr búningsherbergjunum til þess að strákarnir kæmust að. Það var því ekki laust við að maður fengi víðáttu- brjálæði þegar Höllin kom til sögunnar.” Á árunum 1962-70 varð Valur tíu sinnum Islandsmeistari kuenna í hand- knattleik bæði á úti- og innimótum. Eins ogfram kom héráðan byrjaði Sigga fljót- lega að æfa og spila með landsliðinu og varfyrst valin til æfinga árið 1959, aðeins 15 ára gömul og æfði og spilaði með landsliðinu öll árin. ,,Já, ég byrjaði fljótlega að æfa með landsliðinu og ég man að ég var sú eina úr Val sem valin var, jafnframt sú yngsta sem æfði með liðinu. Eg var dálítið utangátta til að byrja með þekkti lítið þessar reyndu Ákueðnar í að uinna mótið. Og þið sigruðuð? Já, enda var það ævintýri líkast. Mótið var haldið í júní á grasvellinum í Laugardal. Veðrið var mjög gott þó svo að rignt hafi einn dag. Áhorfendur voru mjög margir á öllum leikjunum og stemningin gífurleg. Fyrsti leikurinn okkar var við Svíþjóð og unnum við þann leik, eftir æsispennandi viðureign. Sigurinn var óvæntur, og ég man að ég skoraði þrjú mörk. Næsti leikur var á móti Danmörku og gerðum við jafn- tefli í þeim leik. Þá fengum við byr undir báða vængi og við vorum farnar að trúa því að við gætum unnið mótið. Þriðja leikinn unnum við svo stórt á móti Finn- landi eða 14-5 og síðasta leikinn á móti Noregi unnum við 9-7. Það urðu gífurleg fagnaðarlæti og við stelpurnar kunnum okkur ekki læti lengi á eftir. Iþróttasíður dagblaðanna voru yfirfullar af skrifum um leikina og það ríkti hátíðarstemning í Reykjavík. Eftir mótið var okkur boðið í Ráðherrabústaðinn þar sem lokahófið var og þar afhenti Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra okkur verðlaunabikarinn við hátíðlega athöfn.” Iþróttamaður ársins 1964 Eins og áður segir var Sigga kosin íþróttamaður ársins fyrir árið 1964 og er 16 VALSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.