Valsblaðið - 01.05.1986, Page 47
faldur íslandsmeistari. Hann náði sér
reyndar aldrei verulega á strik með Val.
Þá náði Hrólfur Jónsson þeim árangri að
spila úrslitaleiki í tvíliðaleik og undan-
úrslitaleiki í einliðaleik þótt ekki hafi unnist
sigrar.
I unglingaflokkum áttum við einnig
mjög góða spilara sem eflaust hefðu náð
langt ef þau hefðu haldið áfram. Þau voru
Birna Hallsdóttir, Guðrún Sæmunds-
dóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir og Haukur
P. Finnsson. Þau unnu marga góða sigra
á þessum árum í unglingamótum. Valur
lék í fyrstu deild allt fram til 1984, þá féll
liðið í aðra deild. Það sama ár var ákveðið
að leggja störf hjá deildinni niður í öðru
formi en sölu tíma. Ganga peningar sem
inn koma beint til aðalstjórnar til reksturs
og viðhalds íþróttahúss. Ekki þótti rétt að
leggja deildina niður, heldur liggur hún í
dvala þar til nýtt íþróttahús verður tekið í
notkun. Þá hlýtur deildin að rísa upp á ný
enda verður aðstaða í nýju húsi mjög góð
til badmintoniðkunar.
I stjórn badmintondeildar voru eftirtaldir
aðilar undanfarin 5 ár.
1980-1982
Form. Hrólfur Jónsson
Varaform. Sigurður Haraldsson
Gjaldkeri Jafet Ólafsson
Meðstj. Hans Herbertsson
Varastj. Axel Ammendrup Þórhallur Jóhannesson Ragnar Ragnarsson
1982-1983
Form. Hrólfur Jónsson
Varaform. Jafet Ólafsson
Ritari Helgi Benediktsson
Gjaldkeri Sigurður Haraldsson
Meðstj. Gunnar Jónatansson Hörður Benediktsson Sverrir Ögmundsson
1983-1984
Form. Hrólfur Jónsson
Varaform. Jafet Ólafsson
Ritari Helgi Benediktsson
Gjaldkeri Þórhallur Jóhannesson
Meðstj. Gunnar Jónatansson
Varastj. Haukur P. Finnsson Guðrún Sæmundsdóttir Birna Hallsdóttir
Bráðabirgðastjórn hefur síðan verið við
völd í deildinni. Hana skipa þeir Hrólfur
Jónsson, Jafet Ólafsson og Helgi
Benediktsson. Þess má geta til gamans að
þeir Hrólfur og Jafet hafa verið í stjórn
þadmintondeildar samfellt frá 1972 og
Helgi með hléum.
Verðlaunahafar í Reykjavíkurmóti unglinga 1977.
Siggi, Gunni, Sindri, Gunna — krakkar í badmintondeild Vals 1986.
Frá deildarkeppni — Sigurður Haraldsson og Jafet Ólafsson í tvíliðaleik.
VALSBLAÐIÐ 47