Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 41

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 41
Torfi með Björgu dóttur sinni og ,,gullskóinn” fræga. bestu íþróttamenn sem landiS hefur til þess að spila körfubolta, þá stæSum vi3 ekkert betur að vígi heldur en einhver smáborg í Bandaríkjunum.” ,,Áttu einhuem sérstaklega eftirminni- legan leiksem þú mansteftir?" „Ja, ætli eftirminnilegustu leikirnir séu ekki bara frá Norðurlandamótinu síðast- liðið vor þegar við unnum C-keppnina hérna heima. Einkum leikurinn á móti Noregi, sem var alveg geysilega skemmti- legur leikur og auðvitað skemmtilegt að geta unnið C-keppnina og komast upp íB og vinna þar leik. Það var miklu meira en við bjuggumst nokkurn tíma við. Eg held að við getum ekki annað en verið ánægðir því þetta var mikið afrek. Annars hefðum við kannski átt að geta staðið betur uppi í hárinu á hinum liðunum. Munurinn var of mikill. Við áttum aldrei neina möguleika á að vinna liðin sem við vorum að spila við. Pólverjar og Israels- menn voru langt fyrir ofan okkar getu.” ,,Nú hefur þú sýnt þjálfun talsuerðan áhuga, hefur þú hugsað þér að leggja þetta fyrirþig íframtíðinni?" „Síðan að ég fór að læra undirstöðu- atriðin sjálfur hef ég meira og minna verið að dútla við þetta. Því liggur nokkurn veginn beint við að ég geri það áfram.Svo hef ég lært nokkuð af íþróttakennslunni og hef talsvert sótt námskeið og þykist vera að því ennþá. Enda er ég kannski að spila með ennþá, til þess að læra eitthvað af því sem Jon West er að kenna okkur hérna í Val. Ég er búinn að fara tvisvar sinnum til Evrópu á þjálfaranámskeið, reyndar verið þar hjá bandarískum þjálfurum. I sumar fór ég til Bandaríkj- anna en það var aðallega til þess að kynna mér þjálfunarbúðir fyrir unglinga.” Einhuersstaðar heyrði ég það Torfi, að þú ættir Gullskó. Getur þú eitthuað sagt mérfrá tilkomu hans?’’ (Hér fölnaði Torfi skyndilega en fór svo að skellihlæja). „Það er nú eiginlega ekki gullskór heldur bronsskór. Þetta er góður skór skal ég segja þér. Þetta vildi þannig til að þegar ég kom einu sinni heim úr keppnisferð, hafði ég verið einhversstaðar úti, morguninn sem við áttum að yfirgefa hótelherbergin. Ég var ekki búinn að pakka niður í töskurnar mínar, heldur hafði Valur Ingimundarson pakkað fyrir mig. Svo kem ég heim voða glaður, en kemst fljótlega að því að mig vantar annan körfuboltaskóinn. Ég varð auðvitað svo- lítið sár því skórnir voru tiltölulega nýjir. Þetta var um það leyti sem ég varð þrítugur og nokkmm vikum seinna kom svo skýringin. Þá komu félagar mínir úr Val færandi hendi. Þeir höfðu samið um það við Lilju að stela skónum frá mér og fóru síðan með hann, létu bronshúða eins og stundum er gert við barnaskó og gáfu mér í afmælisgjöf. Torfi sýndi mér skóinn og það varð til þess að ekki var hægt að halda áfram með viðtalið fyrr en nokkrum mínútum seinna þar sem ég lá í krampakasti yfir þessari stóru beygluðu „bronstúttu” sem samt sem áður bjó yfir miklum virðuleik. „Já, hann er alveg rosalegur”, sagði Torfi hlæjandi. ,,Eftir þuí sem ég best ueit ert þú í æfingagallanum nánast frá morgni til kuölds. Huemig er það, eru ekki jól þegar þú hittir konuna?" „Nei, nei, hún er ósköp fegin aS égskuli vera svona mikið að heiman, held ég. . . ,,Nei erþað????" „Já, ég er svo rosalega leiðinlegur til lengdar. . . . „Torfi, hvað ertu nú að segja?” Hananú, var ekki konan búin að blanda sér í málið! Það var greinilegt að Lilja var ekki alveg sammála Torfa í þessu. ,,Torfi, hefur þig aldrei dreymt eftir erfiða æfingu að þú uærir að troða boltanum meistaralega í körfuna, en uaknað suo upp uið það að hafa staðið sjálfan þig að þuí að rota Lilju með náttborðslampanum?" „Nei, ekki hefur það nú gerst, en hins- vegar hefur mig oft dreymt að ég væri að troða í körfu. Það boðar yfirleitt tapleik daginn eftir þegar ég treð mikið í draumum. (Viðtalið er nú óneitanlega farið að líkjast Islendingasögunum þegar maður fylgist með Torfa lýsa því hvernig hann treður í draumum).” ,,Holl ráðfyrir unga Valsmenn!" ,, Það er auðvitað að leggja rækt við það sem menn eru að gera og þá er ekki nóg að mæta á æfingar sem eru tvisvar til þrisvar í viku, heldur að nota hvert tækifæri sem gefst til þess að æfa sig. Að vera mikið með boltann í höndunum þegar maður er heima og fylgjst vel með því sem er að gerast á æfingunum. Þó að það sé f lagi að vera léttur í lund, verður maður að vanda sig með það sem maður er að gera. Ef maður ætlar að bæta sig - þarf maður að vanda sig! „Að lokum, Torfi, hefur þig aldrei langað til þess að uera gúrkuframleiðandi eða Ijósmóðir?" „Nei, ekki get ég nú sagt það. Mér hefur oft dottið í hug að það gæti verið svolftið gaman að vera bókabúðareigandi en ekki gúrkuframleiðandi. Og með þessum orðum Torfa, kvaddi ég þennan broshýra „Flateyrarhippa” og konu hans, Lilju Þórisdóttur. Heimir Jónasson VALSBLAÐIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.