Valsblaðið - 01.05.1986, Side 11

Valsblaðið - 01.05.1986, Side 11
rLEIKSDEILDAR VALS Vals , sem fyrst var veittur 1984, og hefur verið veittur árlega síðan. Þó svo sagt væri hér að framan að félagið hefði átt góða yngri flokka á árunum 1981-1983 tók það því miður ekki til 3. fl. og minni bolta á þessum árum. Enda vill það oft verða svo að þegar vel gengur í meistaraflokki þá gleymist oft starfið hjá þeim yngstu. I upphafi keppnis- tímabilsins 83/84 hófst uppbyggingarstarf hjá þeim minnstu í deildinni. Það starf hefur verið unnið markvisst síðan og er nú að byrja að skila árangri. Þannig eru í dag 50 strákar 11 ára og yngri, sem iðka körfu- knattleik hjá Val, er voru 10-15 fyrir fjórum árum. Valur hefur undanfarin tvö keppnistímabil sent bæði A og B lið til þátttöku í minniboltanum, sem bæði hafa náð mjög góðum árangri. Tvö síðastliðin keppnistímabil hefur félagið átt silfurverð- launahafa á íslandsmóti. Þá eru í dag aðrir yngri flokkar félagsins í mikilli sókn og lofa góðu fyrir komandi ár. Á ársþingi KKÍ 1983 var lagt bann við notkun erlendra leikmanna í körfuknatt- leiknum, þannig að á vissan hátt hófst nýtt skeið í körfuboltanum haustið 1984. Valur tefldi þá fram liði sem var blanda af yngri leikmönnum sem þá voru ennþá leikmenn með 2. flokki og svo reyndari mönnum. Þjálfari liðsins var Torfi Magn- ússon. Var hann fyrsti innlendi þjálfarinn sem ráðinn er til meistaraflokks síðan árið 1980 og hefur hann þjálfað liðið allt fram á þennan dag.Torfi hefur að öðrum ólöstuðum verið ein styrkasta stoðin í körfuknattleiknum í Val bæði í félags- starfinu og sem leikmaður. Þetta keppnis- tímabil varð félagið í öðru sæti í Islands- móti eftir úrslitaleik við UMFN, en þetta var fyrsti veturinn sem sérstök úrslita- keppni fór fram um íslandsmeistaratitil- inn. í bikarkeppninni mátti liðið einnig sætta sig við annað sætið. Hinsvegar vannst Reykjavíkurmótið. Það vannst einnig veturinn eftir og var Valur þá búinn að vinna Reykjavíkurmótið sex sinnum á síðustu sjö árum. Á tveimur síðustu Is- Reykjavíkurmeistarar í minnibolta 1985. Fremri röð: Hjálmar, Ólafur. Guðmundur, Ágúst, Þórhallur. Aftari röð: Jónas, Óli Rafn, Ólafur, Óttar, Almar. Aftasta röð: Torfi, Ragnar þjálfari, Lárus, Brynjólfur. 'f-'JP \ , s m g. Ji m L 1 » i,J L. Jr^ -wm J” j Reykjavíkurmeistarar 1986. Aftari röð: Jon West þjálfari.Ari Gunnarsson, Amar Guð- mundsson, Hannes Haraldsson, Jón Bender, Bjarki Leifsson. Fremri röð frá vinstri: Ragnar Þór Jónsson, Stefán Öm Pétursson, Eggert Kristófersson, Steinar Adolfsson. VALSBLAÐIÐ 11

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.