Valsblaðið - 01.05.1986, Page 46

Valsblaðið - 01.05.1986, Page 46
Badmintondeild Vals Afmælisár fyrir 5 árum Meistarar á innanfélagsmóti Vals fyrir u.þ.b. 20 árum. Frá vinstri: Jóhann Möller, Sigurður. Helgi Benediktsson. Jón Gislason, Hrólfur Jónsson og Einar Kjartansson. Árið 1981 var afmaelisár. I tilefni af því gekkst stjórn badmintondeildar fyrir af- mælismóti. Var keppendum frá Englandi, Skotlandi og Danmörku boðið til þátttöku auk allra bestu íslensku leikmannanna. Frá Englandi komu Steven Baddeley, Martin Dew og Helen Troke, frá Skotlandi Charlie Gallager og Pamela Hamilton. Frá Danmörku Mark Christiansen, Kenneth Larsen, Nettie Nielsen og Dorthe Kjær. Allir þessir keppendur voru svo til óþekktir í badmintonheiminum fyrir Is- landsheimsóknina. Það brá hins vegar svo við að að henni lokinni skaust hver á fætur öðrum á toppinn og nú eru flest þeirra meðal bestu badmintonspilara heims. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur verið haldið eins veglegt badmintonmót hér heima. Kom undirbúningsvinnan hart niður á fámennri stjórn badmintondeild- arinnar. Sérstaklega var erfitt að kljúfa þetta fjárhagslega, enda varð nokkurt tap á mótinu. Komu aðeins um 100 áhorf- endur í Laugardalshöll þessa helgi og er íhugunarvert hvernig auka megi aðókn að badmintonmótum, en mörg þúsund manns stunda badminton í Reykjavík sér til heilsubótar. Unglingastarf: Nokkuð öflugt unglingastarf var á ár- unum 1981-1983, um 20-30 krakkar á aldrinum 12-15 ára æfðu reglulega bad- minton, 2-5 sinnum í viku. Tímaleysið hefur alltaf háð deildinni þegar byggja hefur átt upp unglingastarf. Eina leið badmintondeildar til fjáröflunar er end- urleiga tíma og svo ekki verði tap hvert ár eru fáir tímar eftir á viku fyrir unglingana. Það varð svo til þess að unglingastarfið lognaðist smátt og smátt út af er tímar krakkanna voru færðir til kl. 16.00 á daginn. Mjög erfitt var að fá þjálfara á þessum tíma og eins voru sumir krakk- anna enn í skóla. Kínuerskur þjálfari í tvö ár 1980-1982 starfaði kínverskur badmintonþjálfari hjá Val. Kom hann á vegum þriggja félaga í Reykjavík, Vals, TBR og Víkings. Með þessu samstarfi var þetta fjárhagslega mögulegt. Koma þjálf- arans varð mikil lyftistöng fyrir badminton hér heima og hefur hann skilið eftir sig umtalsverða þekkingu. TBR hefur haldið samstarfinu áfram við Kínverja en stjórn Badmintondeildar Vals taldi ekki grund- völl fyrir slíku. Annað: Á þessum árum var að sjálfsögöu í gangi lika hefðbundið starf deildarinnar. Haldin voru innanfélagsmót og firma- keppnir. Farið var í keppnisferðir með unglinga, tekið þátt í opnum mótum og deildarkeppni BSÍ. Á þessum árum átti deildin sína sterkustu spilara. Sigurður Haraldsson gekk til liðs við deildina, en hann er marg- 46 VALSBLAÐIÐ

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.