Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 38

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 38
Hippinn frá Flateyri Viðtal uið blómadrenginn Torfa Magnússon, fyrir- liða Vals, þjálfara og landsliðsmanns með meiru 1955 Kom Torfi í heiminn 1970 Blómatími Torfa 1974 Fyrsti landsleikurinn 1978 Reykjavíkurmeistari 1980 íslands-, bikar- og Reykja- víkurmeistari 1981 Reykjavíkur- og bikar- meistari 1982 íslands-, bikar- og Reykja- víkurmeistari 1983 Reykjavikurmeistari 1984 Reykjavíkurmeistari Þar sem uið Valsmenn höfum alið margan frægan manninn í gegnum tíðina úr hinum ýmsu deildum, þótti Valsblað- inu óhjákuæmilegt annað en að ræða uið einn af snillingum körfuknattleiksdeildar- innar. Maðurinn sá ama er sjálfur Torfi Magnússon sem kunnur er huerri þeirri mannskepnu er snert hefur rauða bolta- tuðru. Torfi er maður með mikla reynslu að baki og uafalaust með betri körfubolta- mönnum sem uið höfum átt. Við skulum fræðast eilitið um manninn og skoðanir hans. Torfi er fæddur á Flateyri og er sonur þeirra hjóna Magnúsar Konráðssonar raf- eindauirkja og Hönnu Ásgeirsdóttur, en Magnús lést fyrir 3 árum. Þó suo að Torfi sé Magnússon þá kuaðst hann ekki á neinn hátt uera skyldur hinum landsfrægu bræðrum Magnúsi og Eyjólfi. Eiginkona Torfa er leikkonan Lilja Þór- isdóttir og eiga þau 11 ára dóttur, Björgu. Torfi flutti til Reykjauikur 8 ára gamall og gekk þá í skóla eins og þá tíðkaðist og tíðkast sjálfsagt enn. En huemig kgnntist Torfi körfuboltanum? „Þetta byrjaði nú allt þannig að það var sett upp karfa á róluvellinum heima hjá mér og þá var ég stundum að leika mér að kasta í hana. Svo spilaði nú Jens bróðir minn körfubolta með meistaraflokki, en það var nú kannski ekki beint hans vegna sem ég byrjaði í þessu, heldur var það fyrir tilstuðlan Jóhannesar Magnússonar. Þá var hann að leita að einhverjum strákum því það vantaði í lið og tókst honum að plata mig og vin minn, Kjartan Jóhannes- son, á æfingar niður í Hálogaland. Þetta var þegar ég var 12 ára gamall og þá var égíKFR.” Nokkrum árum seinna fer Torfi suo i Menntaskólann í Reykjauik og uar þar i öflugsta skólaliði landsins. Huemig uarað uera ungur á þessum árum í samanburði uið daginn i dag? „Þetta var náttúrulega öðruvísi á þeim tíma, þá mætti fólk ekki uppstrílað í skólann og málað, enda voru þá allir með hár niður á herðar og gengu um í fóðr- uðum grænum úlpum eða lopapeysum. Svo var það auðvitað „standardinn” að vera í einhverjum góðum gúmmískóm eða sléttbotna strigaskóm við þetta. Þá fór maður í gamla Sigtún og Tjarnarbúð og fleiri góða staði. Hinsvegar var ég of ungur til að komast í Glaumbæ, ég held að ég hafi bara rétt komist í röðina áður en hann brann. Annars vorum við með skólalið í körfubolta og vorum eiginlega langbestir þannig að enginn rígur myndaðist á milli skóla. Hinir höfðu ekki efni á að vera að rífa sig því það var aldrei nein samkeppni. Margir góðir leikmenn voru í skólaliðinu enda léku þeir flestir í 1. deildinni á þessum tíma og margir þeirra komust jafnvel ekki í lið í MR. Hér mætti kannski nefna nokkra fræga menn sem voru í skólaliði MR eins og t.d. Bjarna Veljið texta við mynd: □ Tröllið úr Síðasti bærinn í dalnum. □ Sturla búinn að sletta úr krullunum. □ Torfi á tímum blóma og friðar. Mynd: Grímur Sæmundsen. Jóhannesson, Kára Marísson, Jens bróðir, Þorstein Gunnarsson og Björn Björgvinsson núverandi formann KKÍ. Hann var þarna mikil „sprauta” í íþróttalífinu. Þarna var líka Framliðið eins og það lagði sig og síðast en ekki síst Lárus Hólm formaður Körfuknattleiksdeildar Vals en ég dró hann með mér yfir í Val með miklum herkjum í fyrstu - en nú er hann alharðasti Valsmaður sem uppi hefur verið.” ,,Voru engin strákapörá þessum árum hjá þérTorfi?” „Nei, við vorum afskaplega mikil prúð- menni á þessum tíma.” 38 VALSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.