Valsblaðið - 01.05.1986, Page 38

Valsblaðið - 01.05.1986, Page 38
Hippinn frá Flateyri Viðtal uið blómadrenginn Torfa Magnússon, fyrir- liða Vals, þjálfara og landsliðsmanns með meiru 1955 Kom Torfi í heiminn 1970 Blómatími Torfa 1974 Fyrsti landsleikurinn 1978 Reykjavíkurmeistari 1980 íslands-, bikar- og Reykja- víkurmeistari 1981 Reykjavíkur- og bikar- meistari 1982 íslands-, bikar- og Reykja- víkurmeistari 1983 Reykjavikurmeistari 1984 Reykjavíkurmeistari Þar sem uið Valsmenn höfum alið margan frægan manninn í gegnum tíðina úr hinum ýmsu deildum, þótti Valsblað- inu óhjákuæmilegt annað en að ræða uið einn af snillingum körfuknattleiksdeildar- innar. Maðurinn sá ama er sjálfur Torfi Magnússon sem kunnur er huerri þeirri mannskepnu er snert hefur rauða bolta- tuðru. Torfi er maður með mikla reynslu að baki og uafalaust með betri körfubolta- mönnum sem uið höfum átt. Við skulum fræðast eilitið um manninn og skoðanir hans. Torfi er fæddur á Flateyri og er sonur þeirra hjóna Magnúsar Konráðssonar raf- eindauirkja og Hönnu Ásgeirsdóttur, en Magnús lést fyrir 3 árum. Þó suo að Torfi sé Magnússon þá kuaðst hann ekki á neinn hátt uera skyldur hinum landsfrægu bræðrum Magnúsi og Eyjólfi. Eiginkona Torfa er leikkonan Lilja Þór- isdóttir og eiga þau 11 ára dóttur, Björgu. Torfi flutti til Reykjauikur 8 ára gamall og gekk þá í skóla eins og þá tíðkaðist og tíðkast sjálfsagt enn. En huemig kgnntist Torfi körfuboltanum? „Þetta byrjaði nú allt þannig að það var sett upp karfa á róluvellinum heima hjá mér og þá var ég stundum að leika mér að kasta í hana. Svo spilaði nú Jens bróðir minn körfubolta með meistaraflokki, en það var nú kannski ekki beint hans vegna sem ég byrjaði í þessu, heldur var það fyrir tilstuðlan Jóhannesar Magnússonar. Þá var hann að leita að einhverjum strákum því það vantaði í lið og tókst honum að plata mig og vin minn, Kjartan Jóhannes- son, á æfingar niður í Hálogaland. Þetta var þegar ég var 12 ára gamall og þá var égíKFR.” Nokkrum árum seinna fer Torfi suo i Menntaskólann í Reykjauik og uar þar i öflugsta skólaliði landsins. Huemig uarað uera ungur á þessum árum í samanburði uið daginn i dag? „Þetta var náttúrulega öðruvísi á þeim tíma, þá mætti fólk ekki uppstrílað í skólann og málað, enda voru þá allir með hár niður á herðar og gengu um í fóðr- uðum grænum úlpum eða lopapeysum. Svo var það auðvitað „standardinn” að vera í einhverjum góðum gúmmískóm eða sléttbotna strigaskóm við þetta. Þá fór maður í gamla Sigtún og Tjarnarbúð og fleiri góða staði. Hinsvegar var ég of ungur til að komast í Glaumbæ, ég held að ég hafi bara rétt komist í röðina áður en hann brann. Annars vorum við með skólalið í körfubolta og vorum eiginlega langbestir þannig að enginn rígur myndaðist á milli skóla. Hinir höfðu ekki efni á að vera að rífa sig því það var aldrei nein samkeppni. Margir góðir leikmenn voru í skólaliðinu enda léku þeir flestir í 1. deildinni á þessum tíma og margir þeirra komust jafnvel ekki í lið í MR. Hér mætti kannski nefna nokkra fræga menn sem voru í skólaliði MR eins og t.d. Bjarna Veljið texta við mynd: □ Tröllið úr Síðasti bærinn í dalnum. □ Sturla búinn að sletta úr krullunum. □ Torfi á tímum blóma og friðar. Mynd: Grímur Sæmundsen. Jóhannesson, Kára Marísson, Jens bróðir, Þorstein Gunnarsson og Björn Björgvinsson núverandi formann KKÍ. Hann var þarna mikil „sprauta” í íþróttalífinu. Þarna var líka Framliðið eins og það lagði sig og síðast en ekki síst Lárus Hólm formaður Körfuknattleiksdeildar Vals en ég dró hann með mér yfir í Val með miklum herkjum í fyrstu - en nú er hann alharðasti Valsmaður sem uppi hefur verið.” ,,Voru engin strákapörá þessum árum hjá þérTorfi?” „Nei, við vorum afskaplega mikil prúð- menni á þessum tíma.” 38 VALSBLAÐIÐ

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.