Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 61
Eftirtaldir aðilar óska Val til hamingju með 75 ára afmælið
essemm
SVEINN MAGNÚSSON
AUGLÝSINGAR -
markaðsrAðgjöf
Niðursuðuverksmiðjan Ora hf.
Vesturvör 12 Kóp.
Eðvald Hinriksson 09 f jölsk.
MiStún 8 s: 23256
Glóbus hf.
Lágmúla 5 s: 681555
J.S. Helgason hf.
Draghálsi 4 s: 37450
Hampiðjan
Stakkholti 4 s: 28100
Verslunin Valgarður
Leirubakka 36 s: 71290
stækkaði, fleiri og fleiri keppnisflokkar
komu til sögunnar, bæði kvennaflokkar,
unglingaflokkar; badminton og körfu-
knattleikur sáu dagsins ljós. Þetta kallaði á
fleiri velli, nýrra og fullkomnara íþróttahús
og betri félagslega aðstöðu.
Eftir um 12 ára hlé, eða á árinu 1970
hófst svo undirbúningur undir frekari
vallarframkvæmdir. Sótt var um leyfi til
borgaryfirvalda um stækkun á Hlíðar-
endasvæðinu til suðurs með það í huga
að byggja völl, sem yrði 120x90 m2 að
stærð, með áhorfendastæðum, bflastæð-
um sunnan vallarins og takmarkið var
heimavöllur Vals. Um þetta leyti kom
fram af hálfu borgaryfirvalda töluverðar
skipulagsbreytingar á vegakerfinu kring-
um Hlíðarenda. Miklabrautin átti að
færast nær og verða að hraðbraut. Gera
átti undirgang undir Miklubrautina sem
yrði aðkomuleið að Hlíðarenda og Sól-
eyjargatan að fara beint suður í Fossvog.
Þetta varð til þess að framkvæmdir
drógust, þar sem nauðsynleg leyfi fengust
ekki. Áfram var unnið að málinu og árið
1972 voru öll nauðsynleg leyfi fengin,
teikningar tilbúnar og útboð gerð.
Framan af gengu framkvæmdir frekar
hægt því vallarstæðið var erfitt í vinnslu.
Töluverðar sprengingar að sunnanverðu
og aka varð miklu magni af uppfyllingar-
efni að vestanverðu, sem þurfti svo að
þjappast saman til að undirstaða vallarins
væri trygg. Árið 1977 var völlurinn tekinn
í notkun, með steyptum áhorfendastæð-
um fyrir u.þ.b. 1500 manns og girðingu
umhverfis svæðið. Síðan var unnið að
frekari frágangi vallarins og undanfarin ár
hefur hann verið heimavöllur Vals í knatt-
spyrnu og þar með varð Valur fyrst félaga
til að eignast sinn eigin heimavöll.
Síðan hafa framkvæmdir haldið áfram
jafnt og þétt. Upphaflega malarvellinum
var breytt vegna staðsetningar annars
íþróttahúss. Framkvæmdir við húsið
hófust 1981 og er það nú um það bil
fokhelt. Félagsheimilið hefur verið end-
urbyggt. Unnið er við íbúðarhúsið og
kemur það til með að verða skrifstofa
félagsins og fundaraðstaða. Hafin er
endurnýjun gamla grasvallarins sem var
orðinn úr sér genginn. Unnið er að
hækkun svæðisins og öðrum undirbún-
ingi fyrir frekari vallargerð. Einnig hafa
farið fram ýmsar endurbætur á núverandi
íþróttahúsi og verður haldið áfram með
þær nú á næstunni.
Lokaorð
Hér að framan hefur í stuttu máli verið
getið helstu þátta í framkvæmdasögu fé-
lagsins að Hlíðarenda. Eins og fram
kemur hefur sú stefna ávallt verið ríkjandi
að Valsmenn væm sjálfum sér nógir,
bæði íþróttalega og félagslega. Sú þróun
hefur gengið í bylgjum eins og gengur og
gerist, einkum þegar haft er í huga, að hér
er um áhugamannastarf að ræða og tak-
markaðir fjármunir fyrir hendi hverju
sinni. Brautryðjendurnir vörðuðu veginn,
síðan kaupin á Hlíðarenda undir forystu
Olafs h'eitins Sigurðssonar, framkvæmda-
mennirnir Ulfar Þórðarson, Jóhannes
Bergsteinsson, Andreas Bergmann, Sig-
urður Olafsson, sem voru í fararbroddi í
framkvæmdum um 12 ára skeið, síðar sá
sem þetta ritar og nú siðustu árin for-
maður félagsins, Pétur Sveinbjarnarson.
Enda þótt framangreindir aðilar séu sér-
staklega tilnefndir, fer ekki á milli mála að
ótalinn fjöldi félagsmanna hefur lagt hönd
á plóginn með sjálfboðaliðsstarfi, bæði
við framkvæmdirnar sjálfar, við fjáraflanir
og önnur störf viðvíkjandi framkvæmd
um. Nú eru nýir og áhugasamir félags-
menn teknir við og munu halda áfram
framkvæmdum og stuðla að því að í fram-
tíðinni verði Hlíðarendi eins og hingað til
annað heimili Valsmanna bæði íþrótta-
lega og félagslega og sem útivistarsvæði.
Góðir Valsmenn, farsælt afmælisár.
Þórður Þorkelsson.
VALSBLAÐIÐ 61