Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 34

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 34
Torfi Magnússon fyrirliði Vals. leikmanna. Þau háskólalið sem ég hef þjálfað í Bandaríkjunum hafa ekki verið mjög hátt skrifuð en engu að síður ætti ísienska landsliðið ekki möguleika gegn þeim. Getumunurinn er einfaldlega of mikill. Annars sá ég Pétur Guðmundsson leika í fyrra og stóð hann sig mjög vel nú er hann meiddur. Eg tel það mjög gott fyrir íslenskan körfubolta að eiga leik- mann í NBA-deildinni því það eykur áhuga drengja á íslandi og þeir hafa ein- hvern að líta upp til.” — Telurðu æskilegt fyrir íslenskan körfubolta að fá hingað til starfa erlenda þjálfara?” ,,Eg held að það sé alltaf gott að fá inn nýjar hugmyndir og nýjar þjálfunar- aðferðir. Sérstaklega fyrir yngri strákana sem eru að þroskast og hafa mikinn áhuga á að læra. Einnig tel ég mjög æskilegt fyrir bandaríska þjálfara að fara úr heimalandi sínu og kynnast körfubolta í öðrum löndum.” — Gætirðu hugsað þér að taka uið ís- lenska landsliðinu í körfubolta?” „Einar Bollason hefur verið ráðinn til þriggja ára en ég hef látið það í ljós við hann að ég sé tilbúinn að hjálpa honum ef hann þarf á mér að halda. Ég hef mikinn áhuga á að verða íslenskum körfubolta til framdráttar. ” Jean West, eiginkona Jon West, lék með háskólaliðum í Bandaríkjunum, en hér á landi er hún þjálfari og leikmaður með IS í 1. deild. „Stelpurnar leggja mjög hart að sér við æfingar, eru opnar fyrir nýjungum og notfæra sér þær,” segir Jean, sem hefur tveggja ára reynslu að baki sem þjálfari heimafyrir. Að sögn líkar þeim West-hjónum mjög vel á Islandi og gætu vel hugsað sér að dvelja hér lengur en eitt ár þótt samningar þeirra hljóða ekki upp á lengri tíma. ,,Ef hlutirnir ganga upp hjá okkur gætum við vel hugsað okkur að koma aftur að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Hér er gott að vera eins og við sögðum áðan og við höfum eignast marga vini. Allir vilja hjálpa okkur af fremsta megni og reyna að gera dvöl okkar sem ánægjulegasta. Mér finnst mjög gaman að starfa fyrir Val sem er félag í hæsta gæðaflokki og í fararbroddi í öllum greinum. Stjórnarmenn sem aðrir eru mjög samvinnuþýðir og reynslan af starfinu er góð. Hingað til hefur allt gengið upp og okkur líður eins og heima,” sagði Jon West að lokum. Auðbrekku4 200 Kópavogi sími 91-43244 Höfum ávallt fyrirliggjandi mikið úrval af verðlaunagripum 34 VALSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.