Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 25
eignast trausta félaga sem mér eru mikils
virði. Valsvörnin fræga var sérstök, og þá
bæði sem menn og leikmenn. Hermann,
Siggi Ola, Frímann og Grímar, voru
engum líkir. Þá voru þarna á tímabili
menn með óvanalega leikni, eins og Ellert
Sölvason (Lolli), Magnús Bergsteinsson
og svo Albert Guðmundsson.”
Er einhver ástæða /yrir því að það
koma upp á þessum árum leikmenn með
mikla leikni?
,,Já. Arin 1935 og’38 komu hingað til
lands þýsk úrvalslið, með toppmenn úr
landsliðinu. Við höfðum aldrei séð slíka
leikni, enda ekki komið sjónvarp eða
myndbönd. Þetta hvatti okkur strákana,
Geir Guðmundsson, Anton Erlendsson,
Guðbrand Jakobsson og fleiri til dáða, við
reyndum að sjálfsögðu að líkja eftir því
sem stjörnurnar gerðu og lifðum okkur
síst minna inn í þetta en strákar nútímans,
sem dá Maradona, Platini eða aðra.”
Af eftirminnilegum atburðum standa
utanferðirnar upp úr að sögn Snorra. Árið
1939 fór hópur úr Val og Víking til Þýska-
lands og lék tvo leiki. Var það skemmtileg
upplifun fyrir 17 ára pilt af Hverfisgötunni.
Og 1946 fór Snorri með íslensku úrvals-
liði til London, þar sem leikið var gegn
enskum áhugamönnum.
Talið berst að aðstöðunni þá og nú, og
ég bið Snorra um að gera samanburð á
getu manna og öðru. Hvað hefur breyst?
,, Það er ólíku saman að jafna, allt annar
aðbúnaður og varla að um sé að ræða
sama hlutinn. Fótboltaskórnir hafa breyst
verulega, að maður minnist ekki á vallar-
aðstæður, en við náðum því varla að leika
á grasi. Þrátt fyrir þetta var leikni margra
manna ekkert minni. Eg efast um að ís-
lenskir knattspyrnumenn hafi verið leikn-
ari en þeir þrír sem ég minntist á áðan,
Lolli, Albert og Maggi Bergsteins.”
Hann er hógvær innherjinn gamli, sem
svo lengi lék við hlið Lolla á vinstri vallar-
helmingnum, og er ekki að minnast á
eigið ágæti: En minnugur greina um
kappann í eldri Valsblöðum, hef ég sam-
band við aðila sem voru samtíma Snorra í
Val, og það er ekki neinum blöðum um
það að fletta: Maðurinn var í sérflokki á
sínum tíma, dýrkaður af yngri piltunum
vegna frábærrar tækni og skemmtilegra
takta á leikvelli. En Snorri lék ekki bara
fyrir sjálfan sig, þótt flínkur væri, heldur
fyrir liðið. Mönnum ber saman um að
Snorri Jónsson hafi verið eitthvað
sérstakt, og það kemur glampi í augu eldri
Valsmanna, þegar þeir rifja upp gömlu
gullárin.
íslenska landsliðið í knattspymu sem fór í keppnisferð til Engiands árið 1946. Aftasta
röð frá vinstri: Hafsteinn Guðmundsson, Anton Sigurðsson, Sveinn Helgason, Anton
Erlendsson, ónefndur, Snorri Jónsson, Kristján Olafsson, Sæmundur Gíslason, Sig-
urður Ölafsson og Lilli rauði í KR. Miðröð frá vinstri: Einar Pálsson, Sammy Steel
enskur þjálfari, Sigurjón Jónsson, Pétur Eggerts, Björgvin Schram, Ellert Sölvason
(kötturinn), Gunnlaugur Lárusson, Jón Jónsson á 11. Fremsta röð frá vinstri: Ólafur
Hannesson, Hörður Óskarsson, Valtýr Guðmundsson, Birgir Guðjónsson og Þórhallur
Einarsson. A myndina vantar Albert Guðmundsson og Hermann Hermannsson.
fylgdust með honum leika. En ferillinn var
rofinn á óskemmtilegan hátt vorið 1943,
þegar Snorri, þá aðeins tuttugu og eins
árs, meiddist illa við störf hjá Hitaveitunni.
Hann fótbrotnaði og varð að hætta í þrjú
ár. Þótt hann byrjaði aftur og léki í 1-2 ár,
var greinilegt að meiðslin háðu honum og
hann náði eðlilega ekki að sýna fyrri snilli.
Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir mann,
sem talinn er einn mesti snillingur sem
fram hefur komið á íslenska knattspyrnu-
sviðinu.
Nú, Snorri leggur skóna endanlega á
hilluna frægu 1948, fer til Svíþjóðar í
framhaldsnám og þegar hann kemur
heim nokkrum árum síðar tekur hann
sæti í Fulltrúaráði Vals og þar starfar hann
enn, í kyrrþey, er alltaf sami Valsmað-
urinn. Hann er spurður um eftirminnilega
leikmenn úr þeim sterka hópi sem hann
lék með, íslandsmeistarar 1940 og 1942,
þegar öll mót unnust. Reyndar unnust
einnig öll mót í handbolta það árið, en
Snorri var þar í fararbroddi eins og í knatt-
spyrnunni, þar sem hann átti engan sinn
líka.
,,Það er varla sanngjarnt að nefna
einn öðrum fremur, því allt voru þetta
góðir leikmenn og afbragðs félagar. vegna
íþróttanna hef ég kynnst mörgu skemmti-
legu, sem ég hefði ekki viljað missa af, og
Snorri Jónsson þótti einn leiknasti
knattspyrnumaður sem komið hafði
fram á sjonarsviðið. Meiðsli bundu endi
á stuttan knattspyrnuferil hans.
VALSBLAÐIÐ 25