Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 59

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 59
HLIÐARENDI — annað heimili Valsmanna É * a.n - i 2* % • UH - r -w » — ' ■ • » r -»r -«* 4 l Upphafið Á þessu ári, eða nánar til tekið 11. maí, eru 75 ár frá því að okkar ágæta félag, Knattspyrnufélagið Valur var stofnað. Við siík tímamót er rétt og skylt að horfa yfir farinn veg og reyna að gera sér grein fyrir því hvað framtíðin ber í skauti sínu. Það var um síðustu aldamót sem mikill knattspyrnuáhugi skall hér yfir bæinn og hreif með sér unga drengi um þessar mundir. Þessi knattspyrnuáhugi fór ekki fram hjá unglingadeildinni í KFUM, sem varð til þess að þeir stofnuðu Knatt spyrnufélagið Val. Vallarframkvæmdir Það gefur auga leið að mörg verkefni biðu þessara ungu og áhugasömu pilta við uppbyggingu félagsins, hvað varðaði félagsstörf, skipulag æfinga, útvegun aðstöðu til knattspyrnuiðkunar o.fl. o.fl. Til marks um áhugann má geta þess, að þrem mánuðum eftir stofnun félagsins var tilbúinn knattspyrnuvöllur á Melunum sem félagsmenn höfðu rutt. Ekki höfðu hinir ungu Valsmenn notið hins nýja svæðis nema tæp tvö ár þegar þeir urðu að þoka þaðan fyrir mannvirki, því fyrsta og síðasta sinnar tegundar hér á landi, en það var járnbraut sem notuð var við byggingu Reykjavíkurhafnar. Valsmenn voru ekki á því að gefast upp við að hafa sitt eigið athafnasvæði og hófust handa á ný, en gæfan var ekki hliðholl Vals- mönnum við vallargerðina. Þrisvar sinn- um var hafist handa með æfingasvæði og gerðir vellir en ávallt urðu þeir að víkja fyrir mannvirkjum sem staðsett voru á vallarsvæði félagsins og sá síðasti þeirra var tekinn undir Reykjavíkurflugvöll á fyrstu árum stríðsins. Hér að framan hefur í stuttu máli verið getið um vallarmál Vals fyrstu tæplega 30 árin í sögu félagsins. Það gefur auga leið að oft hefur félagsmönnum verið vandi á höndum í vallarmálum og vafalaust hefur þetta mál verið mikið rætt á fundum og meðal Valsmanna við ýmis tækifæri, en ekki verður séð af gömlum heimildum að um neina uppgjöf hafi verið að ræða. Enda þótt vitað sé að frá stofnun félagsins og til þess tima sem hér um ræðir, höfðu skipst á skin og skúrir í starfsemi félagsins. Hlíðarendi keyptur Um þessar mundir kom fram sú hug- mynd af hálfu bæjaryfirvalda að svæðið suðvestan við Öskjuhlíðina yrði skipulagt sem iþróttahverfi. Var það ætlun bæjarins að ræsa fram landið og afhenda það síðan félögunum til frekari framkvæmda en úr þessu varð þó ekki því síðar kom fram sú skoðun að heppilegra væri að dreifa iþróttasvæðunum um bæinn. Þetta varð meðal annars til þess að Valur fór enn á ný að grennslast eftir landi fyrir starfsemi sína. I 50 ára afmælisblaði Vals er kaup- unum á Hlíðarenda gerð góð skil, en þar sem langt er um liðið síðan þessi merku tímamót í sögu Vals áttu sér stað og þau lítt kunn félagsmönnum í dag, þykir rétt að birta eftirfarandi kafla úr 50 ára blaðinu: ,,Á stjórnarfundi 3. apríl 1939 skýrir formaður félagsins Ólafur Sigurðsson frá því að boðist hefði land til kaups fyrir knattspyrnuvelli, fyrir Val, grasvelli. Land þetta er Hlíðarendi við Öskjuhlíð. Talsverðar umræður urðu um VALSBLAÐIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.