Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 48

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 48
„HER SNYST ALLT S -^ps \ | ■T Fjölskyldan samankomin í Efstasundinu. Frá vinstri: Siggi. Dagur, Bjarki, Ragnheiður og Lárus. Fyrir um það bil tuttugu og fimm árum þekktu flestir Valsmenn Ragnheiði Lárus- dóttur og Sigurð Dagsson. Þó ný kynslóð Valsmanna hafi vaxið úr grasi þá hefur trúlega engin breyting orðið þar á. Þessi hjón eru þori ég að fullyrða - þekkt meðal Valsmanna frá 10-90 ára, enda starfa þau bæði af kappi og eru enn bæði virk í íþróttum, félagsstarfi, og síðast en ekki síst, þá fylgja þau drengjunum sínum á æfingar og leiki. Það gekk ekki átakalaust að ná þeim öllum saman. Það kostaði ótal hringingar og „vangaveltur”, því ef Ragnheiður var heima, var Siggi ekki við og strákarnir á æfingum annað hvort í fótbolta eða hand- bolta. En það tókst að lokum með ótal tilfæringum og klukkan að ganga tíu á fimmtudagskvöldi storma ég loks í Efsta- sundið og tef þau lengur en ég þori að segja frá. „Hér snýst allt um íþróttir utan húss sem innan, meira að segja íþróttaþættir sjónvarpsins eru teknir upp á myndband og horft á þá fram og til baka, segir Ragn- heiður. „Annars er ég ekki barnanna best er alæta á íþróttir, les íþróttasíður dagblaðanna spjaldanna á milli. Siggi er ekki betri mánudagsmorgna fer hann seinna á fætur því þá er enginn Moggi,” heldur Ragnheiður áfram og hlær. Það er ekki ætlunin að rekja knatt- spyrnuferil Sigga Dags, hann þekkja allir, heldur spjalla um fjölskylduna og þau áhrif sem Valur og handboltinn hefur haft á þau. Siggi á að baki tæplega eitt hundrað leiki með mfl. karla og var á árunum upp úr 1960 ein af aðalskyttum Valsliðsins. Hann átti séreina ákveðna fjöl í Hálogalandi og ef hann fékk tækifæri til að athafna sig á þessari fjöl, þá var ekki að sökum að spyrja. Þegar Höllin var síðar tekin í notkun vantaði Sigga fjölina góðu og náði sér aldrei almennilega á strik, enda um það leyti kominn í íþróttakenn- araskólann og fótboltinn að taka yfirhöndina. Ragnheiður lék með hinu fræga „gull- aldarliði” Vals sem sigraði í átján mótum í röð. Hún hóf feril sinn um það leyti sem velgengnisárin voru að hefjast, tók þátt í þremur Evrópuleikjum ef ekki fjórum. Þetta lið var ósigrandi næstum allan tímann sem hún spilaði og þeir eru ófáir verðlaunapeningarnir sem hún hefur sankað að sér. Ragnheiður hafði geysilegt keppnisskap sem hún nýtti sér vel og dreif okkur hinar með. „Það erfiðasta sem ég geri er að vera á bekknum eða pöllunum þegar strákarnir mínir eru að spila þá upp- lifi ég leikina og iða af spennu. Finnst hroðalega óþægilegt að geta ekki farið inná og gert eithvað ef illa gengur,,, segir hún og það leynir sér ekki að hún er stolt af drengjunum sínum, og brosið sem blikar í augum Sigga segir sína sögu. Ragnheiður og Sigurður hafa verið gift í sautján ár, giftu sig 31. maí 1969 og eiga þrjá syni. Lárus er elstur, fimmtán ára, Dagur þrettán og síðan Bjarki sex ára. „Litla vinstrihandarleynivopnið mitt,” segir Ragnheiður. Lárus og Dagur eru fyrirliðar í sínum flokkum í handboltan- um, annar í 4. fl., hinn í 3. fl. Auk þess stundar Dagur fótboltann af miklum krafti 48 VALSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.