Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 39

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 39
,,Aldrei lent í Guðna rektor?” „Nei það held ég ekki ég var svo prúður. Hins vegar var mér og Lárusi Hólm oft hent út úr tíma í ensku. Mig minnir að mér hafi verið hent út 6 sinnum og Lalla 7 sinnum yfir veturinn í 3. bekk. Þetta var nú samt ekki mjög alvar- legt. . . . ég og Lalli . . . afskaplega mikil prúðmenni. ,,Varstu ekki með einhuerja fræga kennara?” „Jú, jú, t.d. Baldur Ingólfsson, Bingó, sem kenndi mér þýsku þarna síðustu árin. Ég hafði nú eitthvað slegið slöku við þegar ég var hjá honum svo að hann rak mig út úr munnlega prófinu (Torfi . . . Jú, jú ég þekki hann, hann var svo ægilega mikið prúðmenni . . .). Hann sagði að það væri óvirðing við skólann að koma svona illa lesinn í próf og bað mig vin- samlegastað fara.” „Suo uið snúum okkur aftur að íþrótt- um afhuerju uarð karfanfyrir ualinu?” „Einhvern tímann var ég í sundinu en keppti aldrei neitt. Svo mætti ég jú á æfingu hjá ruslinu í Val í fótbolta þegar ég var lítill, en einhvern veginn fannst mér það nú viturlegra að vera með tuðruna í höndunum heldur en að elta hana út um allt.” Huenær fórstu suo í íþróttaskólann á Laugaruatni?,, Þangað fór ég árið 1978 og útskrifaðist svo 1980. Þetta var mjög skemmtilegur hópur sem var með mér þarna í skól- anum, margir mjög góðir íþróttamenn. T.a.m. spilaði ég blak með Atla Eðvalds- syni, hann var nokkuð sleipur í þessu. Af öðrum mönnum má nefna Sigurlás Þor- leifsson, Hrein Þorkelsson, Leif Harðar- son blakara, Samúel Orn Erlingsson og Jakob Þór Pétursson. Hinsvegar fékk ég nú bara að fljóta svona með, ég var nú aldrei neitt góður í blakinu. Þetta er nú eiginlega bara mont í mér að tala um þetta. Samt tókst mér eitt árið að verða íslandsmeistari og bikarmeistari bæði í blaki og körfubolta. En það var mjög gaman þarna á Laugarvatni. Þarna voru samankomnir margir mjög skemmtilegir „karakterar” sem krydduðu tilveruna.” ,,Geturðu borið saman körfuboltann í dag uið boltann eins og hann uarþegarþú byrjaðir?” „Ég vil halda því fram að karfan sé mun betri í dag en áður fyrr. Nú eigum við mun fleiri góða menn og marga mjög efnilega stráka - karfan er mun jafnari og mun meiri breidd heldur en var þá. Svo er æft miklu oftar núna, ég man að þegar ég byrjaði þá æfði maður einungis tvisvar í viku (og fór í Hollywood um he . . .). Þá gilti einstaklingsframtakið mun meira, en nú skiptir liðsheildin meira máli. Svo held ég að varnarleikurinn sé mun betri, það er mun erfiðara fyrir einhvem einn að komast áfram.” „Síðan koma útlendingamir, Torfi.” „Já, fyrst komu þeir tveir, Jimmy Rogers og Curtis Carter, ætli það hafi ekki verið í kringum ’74-’75 eða ’75-’76. Næsta ár á eftir voru svo engir ameríkanar en strax ári seinna opnaðist þetta allt upp á gátt þegar þeir komu Mark Cristiansen, Rick Hockenos og Andy Piazza. Við þetta kom nýtt blóð inn í körfuna hér á landi og má segja að við höfum verið svolítið heppin með það að þessir menn sem komu þarna fyrst voru nokkuð góðir þjálfarar og ágætis náungar. Þeir höfðu verið valdir úr einhverjum hóp af leik- mönnum en ekki eins og seinna varð að VALSBLAÐIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.