Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 5

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 5
HUGLEIÐINGAR ÁTlMAMÓTUM Skotinn Murdo Mcdougall heitinn heilsar formanni Vals Pétri Sveinbjamarsyni á góðri stundu. Á 75 ára afmæli knattspyrnufélagsins Vals sendi ég Valsmönnum og velunn- urum félagsins kveðju stjórnar Vals. Þetta ár er ekki eingöngu afmælisár, heldur markar það án efa tímamót í fram- kvæmdasögu Vals. Valsmenn geta jafnframt glaðst yfir góðum árangri í íþróttum. í þremur vinsælustu íþrótta- greinum landsins, knattspyrnu, hand- knattleik og körfuknattleik getur ekkert íþróttafélag státað af jafn sterkri stöðu og Valur. Allir meistaraflokkar bæði í kvenna- og karlaflokki léku í efstu deild í sinni keppnisgrein. Vissulega megum við ekki ofmetnast, en við eigum ekki að gleyma því jákvæða. Bilið milli æðstu sigurlauna er oft á tíðum mjótt, jafnvel aðeins markamunur, eins og niðurstaðan var á síðastliðnu Islandsmóti í knatt- spyrnu. Á síðasta aðalfundi Vals voru sam- þykktar breytingar á lögum félagsins, sem hafa það markmið að treysta innviði þess og styrkja stjórnun. I fyrsta skipta í sögu félagsins hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri í fullt starf og opnuð skrif- stofa að Hlíðarenda. Nú er að mestu lokið endursmíði og viðgerð elstu húsanna að Hlíðarenda. Þessi hús, íbúðarhúsið og fé- lagsheimilið, eru í senn andlit Hlíðarenda og ,,sálin í Val”. Endursmíði húsanna er Valsmönnum öllum fagnaðarefni, svo margir Valsmenn eiga þaðan miklar og góðar minningar. Ég sagði í upphafi að Valur stæði á tímamótum í framkvæmdasögu félagsins. Aldrei hefur á jafn stuttum tíma verið í jafn mikið ráðist. Þrjár stórframkvæmdir standa yfir. Bygging nýs íþróttahúss, bygging þjónustumiðstöðvar með félags- heimili, verslun og heilsuræktarstöð og bygging nýrra íþróttavalla. Það er eins með framkvæmdir hjá Val og mörgum öðrum félagssamtökum að framkvæmdir sem þessar geta tekið langan tíma og reyna oft á tíðum mikið á samtakamátt og félagsanda. Þetta sannast best þegar litið er yfir framkvæmdasögu Vals. Um tíu ár liðu frá því að Valsmenn keyptu Hlíðar- enda og þar til starfsemi hófst þar, og íþróttahúsið var fimm ár í smíðum. Báðar þessar framkvæmdir teljast til meiri háttar afreka í félagslegu tilliti. Hugsjónir hinna dugmiklu forystumanna Vals sem stóðu að kaupum á Hlíðarenda og fyrstu fram- kvæmdum, hafa verið að rætast, hver af annarri og áfram skal haldið. Senn er komið að því að Hlíðarendasvæðið verði fullnýtt. Þegar eru hafnar umræður innan Vals um framtíðarskipulag Hlíðarenda með þeirri stækkun á landi sem Valsmenn fengu loforð fyrir á 70 ára afmæli félags- ins. I þessum efnum megum við Vals- menn ekki gleyma þeirri miklu ábyrgð og skyldum sem á okkar herðum hvfla, að fegra og snyrta Hlíðarenda svo til fyrir- myndar geti talist. Engin félagssamtök í Reykjavík, höfuðborg landsins, eiga jafn stórt land og Valur og það inni í miðri borg. Með stækkun Hlíðarenda mun staðurinn fá nýtt og enn þýðingarmeira hlutverk sem íþrótta og félagsmiðstöð. Það er von mín að innan Vals verði á næstu misserum skapandi umræða um framtíðarskipulag Hlíðarenda og strax að vori verði hafist handa um myndarlegt átak við fegrun og snyrtingu staðarins. Valsmenn festu kaup á Hlíðarenda 1939 og innan fárra ára verða því fimmtíu ár liðin frá því að stærsta heillaspor í sögu félagsins var stigið. Þessara tímamóta munu Valsmenn allir sameinast um að minnast með veglegum hætti. Pétur Sveinbjamarson formaður Vals. VALSBLAÐIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.