Valsblaðið - 01.05.1986, Page 10

Valsblaðið - 01.05.1986, Page 10
SKÝRSLA KÖRFUKNAt í grein þessari verður reifað það helsta sem gerst hefur innan körfuknattleiks- deildar Vals frá haustinu 1981 og fram til vors 1986, eða íþau fimm ársem liðin eru síðan afmælisbók Vals „Valur vængjum þöndum” kom út. Segja má að þetta tímabil í sögu deild- arinnar hafi byrjað með þátttöku í Evrópukeppni bikarhafa. Leikið var gegn enska liðinu Crystal Palace og fóru báðir leikirnir fram í London. Eins og flestum er kunnugt var Crystal Palace á þessum tíma með betri körfuknattleiksliðum Evrópu, og því ekki að undra þótt báðir leikirnir hafi tapast. Með meistraflokki Vals lék þennan vetur bandaríkjamaðurinn John Ramsey og var hann einnig þjálfari flokksins. Að loknu Islandsmóti var Valur í þriðja sæti, en margir höfðu gert sér vonir um betri árangur. Keppnistímabilið 1982-1983 fengu Valsmenn til liðs við sig Bandaríkja- manninn Tim Dwayer. Hann hafði áður starfað hjá félaginu á árunum 1978-1980 en þá náði meistaraflokksliðið mjög góðum árangri. A þessum vetri tókst að vinna alla þá titla sem í boði voru, þ.e. Valsmenn gátu státað af því að eiga samtímis Islandsmeistara, Bikarmeistara og Reykjavíkurmeistara í körfuknattleik. Þetta var í annað skiptið á þremur árum sem þessi árangur náðist. Kjarni liðsins þennan vetur var sá sami og verið hafði 1979-1980. Einn þeirra leikmanna var Ríkharður Hrafnkelsson, sem að loknu þessu keppnistímabili hætti að leika með Val og fluttist aftur á æskustöðvarnar í Stykkishólmi. Annar Hólmari, Kristján Agústsson, var í framvarðarsveit á þessum árum og er það reyndar enn þann dag í dag. Á árunum 1981-1983 átti félagið góða yngri flokka, sem ávallt kepptu í fremstu röð. Þeir leikmenn skipa í dag meistaraflokk félagsins. Nægir þar að nefna Leif Gústavsson, Einar Ólafsson, Björn Zoéga, Pál Arnar og Tómas Holton. Tómas var fyrstur körfuknattleiksmanna til að hljóta titilinn Körfuknattleiksmaður 10 VALSBLAÐIÐ

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.