Valsblaðið - 01.05.1986, Page 42

Valsblaðið - 01.05.1986, Page 42
Litli og stori bróSir Þorgrímur Þráinsson segirfrá leikjum Vals og Juventus \ Evrópukeppni meistaraliða Það má með sanni segja að blessaðar lukkudísirnar leiki við Val þegar dregið er í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Undanfarin ár hefur Valur leikið við nokkur af þekktustu liðum Evrópu og hefur hver leikur verið ævintýri líkastur fyrir íslensku áhugamennina. Meðal liða sem hafa verið þess heiðurs aðnjótandi að leika við Val eru Celtic, Hamburger Sv, Aston Villa og Nantes. í ár var svo punkturinn settur yfir i-ið þegar Ijóst var að mótherjar okkar voru stórliðið Juventus frá Ítalíu — heimsmeistarar fé- lagsliða í knattspyrnu. í liði Juventus eru nokkrir af bestu knattspyrnumönnum heims og nægir þar að nefna franska snill- inginn Michel Platini og Danann Michael Laudrup sem án efa verður kjörinn knatt- spyrnumaður Evrópu innan fárra ára. Mikil kátína ríkti í herbúðum Vals er fréttist um dráttinn og var hugur í mönnum því framundan var ævintýri sem leikmenn áttu eftir að minnast svo lengi sem þeir lifðu. Það gerist ekki á hverjum degi að leikið er gegn þeim bestu í heimi. Ósagt skal látið hvort leikirnir gegn Juventus höfðu áhrif á árangur Vals í íslandsmótinu en óneitanlega hafði það truflandi áhrif að þurfa að leika fyrri leikinn á Ítalíu. Menn þurftu að undirbúa utanlandsferð, huga að gjaldeyri og fleira í þeim dúr þegar íslandsmótinu var ólokið og e.t.v. truflaði það einbeitinguna að vissu leyti. íslandsmeistaratitillinn hafnaði hjá Fram í lokin og réði markamismunur úr- slitum — minni gat munurinn ekki orðið. Valsmenn líta björtum augum til næsta árs 42 VALSBLAÐIÐ

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.