Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Blaðsíða 27
ALMANAK 1940
27
18, 15. ágúst 1915. Hann var í herþjónustu til
stríðsloka og lenti í mörgum svaðilförum, hann tók
þátt í hinum skæðu orustum við Vimy Ridge, Ypres,
Somme, Passchendale, Amiens og víðar, hann var
settur Sergeant. í orustunni við Amiens særðist
hann 11. ágúst 1918, var skotinn í gegnum hálsinn
aftan vert, hann var sæmdur “Military Medal” fyrir
hraustlega framgöngu á vígvelli og fyrir hyggilega
stjórn deildar þeirrar sem hann tilheyrði eftir að
foringinn var fallinn. Hann kom heim 1919, þá
vinnufær en hann hefir til heilsu aldrei verið samur
maður, og er það sannleikur með fjölda hermanna
sem á vígvelli voru. Páll istundaði landbúnað frá
1920-29 nálægt Virden, Man. 1930 flutti hann til
Glenboro og hefir búið þar síðan. Hann hefir verið
nú um þriggja ára skeið sveitar lögregluþjónn.
Kona hans er Sigríður Sigurðardóttir Árnason-
ar frá Rútsstöðum í Svínadal í Húnavatnssýslu og
konu hans Jóhönnu Guðmundsdóttir ættuð úr Norð-
urárdal í Mýrasýslu. Jóhanna var systir Sigvalda
Nordal í Selkirk og Steinunnar konu Kristjáns föður
Jónasar læknis á Sauðárkrók og Guðm. Christie,
sem áður var á Gimli, en nú í Winnipeg, og þeirra
systkina. Hún er dugnaðar kona. Dætur tvær eiga
þau Páll og Sigríður, heita þær Emily Aðalbjörg og
Steinunn Jóhanna. Dóttir Sigríðar sem Unnur heit-
ir er gift hérlendum manni og býr hún í Winnipeg.
Guðbrandur Einarson, vanalega nefndur “Good-
ie’’ Einarson er ,fæddur í Winnipeg, Man., 6. marz
1889. Foreldrar hans voru Einar Einarsson ættaður
frá Gunnarsstöðum í Hörðudal á Vesturlandi Eiríks-
sonar Eiríkissonar bónda á Gunnarsstöðum um 1818.
Kona Einars en móðir Guðbrandar er Soffía Guð-
brandsdóttir bónda á Hólmlátri, síðar á Vatni í
Haukadal, hans faðir Guðbrandur á Hólmlátri, faðir
Magnúsar í Syðri-Hraundal um 1818, hans faðir