Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Page 28
28 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Guðbrandur í Tungu í Hörðudal Hannessonar prests
á Stðarbakka (1738—1767) Þorlákssonar sýslu-
manns í Dalasýslu og síðar í ísafjarðarsýslu, dó í
stóru bólunni 1707, Guðbrandssonar sýslumanns í
Húnaþingi Arngrímssonar lærða Jónssonar á Mel-
stað. Faðir Arngríms lærða var Jón bóndi á Auð-
unnarstöðum Jónssionar, Hallvarðssonar Eiríksson-
ar. Móðir Jóns föður Arngríms lærða var Guðrún
vatnshyrna dóttir Jóns lögmanns Sigmundssonar og
var Helga systir hennar móðir Guðbrands biskups á
Hólum Þorlákssonar 1571—1627, og hefir biskups
nafnið fræga fylgt ættinni fram og ofan til þessa
dags.
Einar og Soffía komu vestur um haf 1885, og
settust þau að í Winnipeg og starfaði hann í þjón-
ustu C. P. R. járnbrautarfélagsins eins lengi og
hann hafði starfskrafta, hann dó 11. sept. 1923.
Soffía lifir enn ög er til heimilis hjá isyni sínum Guð-
brandi í Argyle-bygðinni.
Guðbrandur ólst upp með foreldrum sínum í
Winnipeg til fullorðins ára, gekk hann þá í þjónustu
T. Eaton verzlunarfélagsins og starfaði hjá því í
9 ár, og var þar vel metinn og í góðu áliti. 1917
flutti hann hingað og keypti land rétt fyrir austan
Glenboro bæinn og bjó hann þar um 17 ár. Fyrir 5
árum síðan flutti hann suður í Argyle-bygðina og
leigði þar jörð og býr þar góðu búi, hann er dug-
legur maður og hefir hann lagt alla sína krafta fram
til að bjarga sér sem bezt. Á kreppuárunum svarf
að honum all-nokkuð sem öðrum fleiri, en nú á
undanförnum árum hefir hann vel rétt við og er
hann á framfara skeiði, nýtur hann trausts og álits
fólks fyrir manndóm og réttsýni í öllum greinum.
Hann er velviljaður öllum góðum félagsmálum, og
hefir ætíð lagt sinn skerf til styrktar íslenzkum
safnaðar og félagsmálum eftir því sem efni og
ástæður hafa leyft.