Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 30
30 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
er dáin fyrir nokkrum árum ( var hún gift Sigmundi
Bárðarsyni, sem var einn af landnámsmönnum Ar-
gyle-bygðar, eru synir þeirra bændur þar í bygð).
Jakob Jónsson. Hann var í Hólabygðinni eitt
eða tvö ár um eða í kringum aldamótin. Hann kom
frá Nýja-íslandi og vann hjá Magnúsi Jónssyni í
þreskingu og var einnig með Andrési Daníelssyni
nokkuð. Um haustið 1901 leigði hann stóra bújörð
sunnan við hólana af enskum manni í félagi við
Tryggva Sigurðsson Sigurðssonar frá Espihóli í
Eyjafirði og þótti það í mikið ráðist af ungum og
efnalitlum mönnum í þá daga. En Jakob misti
heilsuna um þetta leyti og dó skömmu síðar.
Hann hafði gert sér fagrar vonir með þetta
fyrirtæki og framtíðina, en sverð dauðanis' gefur
engin grið, og æskumaðurinn féll þarna, og vonir
hans allar fóru með honum í gröfina. Um ætt hans er
mér ekki kunnugt. í Mikley á hann bróðir og máske
fleiri skyldmenni. Eg þekti Jakob vel, hann var
góður drengur og vinsæll með framsóknarþrá og
hefði óefað farnast vel ef honum hefði enst aldur.
Hefi eg nú lokið þessu söguágripi, og hafa flest-
ir verið taldir sem hér hafa verið langdvölum, er
samt ekki fyrir að isynja að einhvern hafi sézt yfir.
Ý.msir hafa verið hér að vísu skemmri tíma sem
hefði mátt geta ef upplýsingar hefðu verið við
hendi.
Við verzlunarstörf unnu hér í fyrri daga um
skemri tíma þeir Kristján Benediktsson, sem lengi
var kaupmaður í Baldur og Sveinbjörn Hjaltalín frá
Stykkishólmi, söngmaður góður, sem alla sína æfi
hér vestra vann við verzlunarstörf á ýmsum stöðum.
Daníel Jónasson frá Eyjafirði, bakari að iðn, var