Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Page 37
ALMANAK 1940
37
í Kjalarnesprófastsdæmi var hann skipaður 1938.
í útvarpsráði var hann, sem fulltrúi kirkjunnar
1930—1935. f stjórn prestafélags íslands síðan 1926.
Riddari Fálkaorðunnar 1932, skrifari kirkjufélags
Vestur fslendinga var hann 1906—1925, og skipaði
hann það sæti með prýði. f framkvæmdarnefnd
kirkjufél. var hann lengst af meðan hann var hér
Séra Friðrik Hallgrimsson Bentína Björnsdóttir
vestra, og maðurinn sem einna víðtækust áhrif h'afði
sérstaklega á síðari árum í þeim félagsskap.
Hann hefir ritað og fengist við útgáfumál all-
mikið. Liggja þessi rit eftir hann og máske fleira:
1. Biblíusögur, Winnipeg 1919.
2. Píslarsagan með skýringum og föstu hug-
leiðingum, 1929.
3. Kristnifræði, bók handa fermingarbörnum,
1930.
4. Sögur handa börnum og unglingum, 5 bindi,
1931—1935.
5. Kristur og mennirnir, 1935.