Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Page 40
40 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
vettugi fávizku og hégiljur allar í fari manna, hvort
sem var í trúarlífinu eða algengu dagfari manna,
og leiddi það h'já sér sem honum fanst fjarri sanni.
Umburðarlyndur var hann í trúarhugsun, án þess að
slá af nokkru því, sem helgast er í trúarlífinu, eða
rýra gildi trúarinnar að nokkru leyti, en hann barði
aldrei höfðinu við steininn, því hann þekti og skildi
mannlegt eðli vel. Hann var umbótamaður í andleg-
um s_kilningi, og hann hefir haft feikna áhrif í því,
að dreifa þokunni hér, og óefað heima á íslandi líka.
í samkvæmum var hann hrókur alls fagnaðar,
lífsgleðin og fjörið var ótakmarkað, og óþvingað. Á
h'eimilinu var hann sannarlegt prúðmenni, og var
ætíð nautn að heimsækja hann og þau hjón, því
þau voru samvalin í því að skemta gestum sínum og
láta þeim líða vel. Frú Bentína átti marga góða
kosti. Hún var brjóstgóð og bar fyrir brjósti vel-
ferð safnaðanna og starfsins í heild sinni. Þau
hjón ferðuðust til íslands 1921, og dvöldu þar í
orlofi sínu nokkra mánuði, iog er þau fóru alfarin
heim 1925, voru þau kvödd með samsætum og virðu-
legum gjöfum, bæði frá söfnuðunum í Argyle og
einnig í Winnipeg. Söknuðurinn við burtför þeirra
var almennur, svo sjaldan hefir hugur betur fylgt
máli er vinir hafa verið kvaddir og var það af mak-
legleikum.