Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Síða 49
ALMANAK 1940
49
Einnig fóstruðu þau tvær munaðarlausar stúlkur
og gengu þeim í foreldra stað. Eru þær báðar gift-
ar, Mrs. Agnes Hoff, Cottonwood, Minn., og Mrs.
Sigrún Johnson Winona, Minn. Börnin öll bera þess
ótvíræðilega merki að þau hafa öll farið úr föður og
móður garði með heilbrigt og holt veganesti, sem
þeim hefir verið farsælt í lífinu. Lifandi trú og ráð-
vendni og manndómur hinna eldri hlýtur að setja
mót á æskuna sem er varanlegt, þó að árin líði.
Systkini Sigbjörns sem til manns og ára kom-
ust voru:
1. Daníel póstur, bjó lengi á Steinsstöðum í
Skagafirði, faðir Þórhalls kaupmanns á Hornafirði
og frú Curry í San Diego, Calif., og þeirra systkina.
2. Kristján, bóndi á Austurlandi, hans sonur
var Pétur sem keypti Hákonarstaði í Vopnafirði og
dó ungur. Mikill dugnaðar og athafnamaður.
3. Björn, bjó lengi á Ármctaseli í Jökulsdals-
heiði, flutti til Glenboro og dó þar fyrir nokkrum
árum. Hér í landi gekk h'ann undir nafninu Björn
5. Heidman.
4. Hólmfríður, maður hennar hét Hans Jóns-
son. Þau bjuggu lengi í Watertown, S. Dak. Hólm-
fríður flutti vestur á Kyrrahafsströnd og er nú
löngu dáin. Hún átti mörg börn og mannvænleg.
5. Stefanía, hún býr í Minneota, ekkja Jóseps
Jónssonar, dáinn fyrir mrögum árum. Hún er ein á
lífi af systkinunum. Mun verða 87 ára í jan. 1940.
6. Sigurveig, gift Eyjólfi Jónssyni (Oleson)
frá Skriðdal í S.-Múlasýslu, hún dó nálægt Glenboro
6. maí 1926, 82 ára.
Um Steinunni og starf hennar verð eg fáorður
og um ætt hennar hefi eg litlar upplýsingar, en frá