Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Qupperneq 55
ALMANAK 1940
55
þau hjónin er þar bjuggu þá, Jón Jónsson og Ólöf
Bjarnad. Frá Miðhúsum fluttist Ingimundur ásamt
foreldrum sínum að Steinadal í sömu sýslu, og ólst
þar upp til fullorðins ára. Snemma mun hann hafa
vanist við sjómensku og stundað hana.
Árið 1885 fluttist hann til Ameríku og settist
að í grend við Mountain, N. Dak.
Árið 1889, gekk Ingimundur að eiga Marzilíu
Halldórsdóttur Jónssonar frá Nýpu á Skarðsströnd
(fædd 1870) Eitt ár bjuggu þau í grend við Moun-
tain, N. Dak. Árið 1890 fluttu þau til Winnipeg,
Man., og dvöldu þar til ársins 1894 að þau fluttu til
Grunnavatnsbygðar, hvar Ingimundur tók heimilis-
réttarland, og bjuggu þau hjón þar, þar til árið 1907
að þau seldu eign sína þar og fluttu í þessa bygð,
hvar Ingimundur keypti N.% S. 28, 1-6, (og síðar
S.V.14 S. 28) og settist að á S.A.14 og hefir búið þar
síðan. Konu sína misti Ingimundur 26. janúar 1919.
Ingimundur hefir húsað bæ sinn vel. Var hann
dugnaðar maður mesti, meðan heilsa leyfði, og hefir
jafnan tekið drjúgan þátt í öllum félagsmálum bygð-
arinnar, ásamt börnum sínum. Nú er hann að mestu
hættur bústörfum og leigir Halldór sonur hans nú
löndin, en gamli maðurinn hefir þar sitt aðal heimili,
á milli þess sem hann heimsækir önnur börn sín, er í
öðrum bygðum búa. Árið 1930 brá Ingimundur sér
til íslands á þjóðhátíðina.
Börn þeirra Ingimundar og Marzilíu voru 10:
1. ólína Vigdís, gift Jóhanni Einarsson, búsett í
grend við Gerard, Sask.; 2. Jón Bjarni, sjá þátt
hans og ól. Kristjánssonar) ; 3. Sigfríður, gift
Kristjáni Gíslason, búsett í grend við Wynyard,
Sask.; 4. Kristíana, gift Henry Alfred Lillington,
búsett í Winnipeg, Man.; 5. Halldór, giftur Þórunni
Sigurðard. Sigurðssonar og Járngerðar Eiríksd., er
fyr bjuggu í grend við Poplar Park, Man. Búa þau