Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 57
ALMANAK 1940
57
og kom því öllu í akur. Þótti það vel gert af manni
á hans aldri.
Frá þeim tíma að Jón kom vestur um haf og
fram yfir sextugs aldur var hann við ágæta heilsu, en
fljótlega eftir það fór heilsan að bila, réð hann þá af
að fara á gamalmennahælið Betel á Gimli og þar
andaðist hann 12. maí 1927. Jón var atorkumaður
mesti, smiður góður, hafði jafnan ríka löngun til
sjálfstæðis. Hann var víðlesinn og fróður um
margt, en dulur í skapi, en gat þó verið skemtinn í
vinahóp. Hann var ókvæntur alla æfi.
Jón Bjarni Jónsson
Jón er fæddur 7. ágúst 1892 í Winnipeg, Man.
Foreldrar hans voru þau Ingimundur Jónsson 'og
Marzilía Halldórsdóttir (sjá þátt Ingim. Jónssonar).
Frá Winnipeg fluttist Jón með foreldrum sínum til
Grunnavatnsbygðar árið 1894, sem fyr segir. Og
hingað í bygð kom hann með þeim árið 1907 og ólst
upp hjá þeim, unz hann gekk í sjálfboðalið Canada
árið 1916. Hann fór aldrei til Englands vegna
heilsubrests. Var hann lengst af tímanum í land-
varnarliði Canada í Quebec, þar til hann fékk lausn
frá herþjónustu árið 1919. Þann sama vetur gekk
hann að eiga Jónínu Herdísi ólafsdóttur Kristjáns-
sonar (sjá þátt Ólafs Kristjánssonar).
Settust þau að á N.V.)4 S. 28, 1-6, er Jón keypti
af föður sínum, og hafa búið þar síðan. Jón hefir
bygt vandað hús á landi sínu og ræktað þar blóma
og trjáreit til prýðis og skjóls. Jón er vel gefinn
maður, bókhneigður og íslenzkur í anda, mörgum
fremur jafnaldra sinna, félagslyndur og vel máli
farinn og leggur drjúgan skerf til félagsmála ís-
lendinga. Hefir Jón lagt stund á dýralækningar og
hepnast vel.
Tók með hermannsrétti (Soldier Scrip) árið