Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Síða 59
ALMANAK 1940
59
þeim hjónum fluttist Ingimar til Álftavatnsbygðar
árið 1891, og dvaldi þar, þar til vorið 1909, að hann
kom til þessarar bygðar. Vann hann hér á ýmsum
stöðum þangað til hann vorið 1916, er hann innrit-
aðist í sjálfboðalið Canada.
Það sama vor, 25. maí, gekk Ingimar að eiga
Sigfríði Björgu ólafsdóttur Kristjánssonar (sjá þátt
Ól. Kristjánssonar). Til Englands fór Ingimar
1917, og sama vor til Frakklands, og vann þar í
flutningadeild canadiska hersins, mest við matar
flutning til fremstu skotgrafanna. Særðist aldrei,
voru þó hestar er hann keyrði sprengdir í loft upp.
Kom til baka 1919.
Eftir það leigðu þau Ingimar og Sigfríður hús
á tveim stöðum hér í bygð, en Ingimar vann út á
ýmsum stöðum um hríð. Síðar leigðu þau land af
Gísla Bergvinssyni, og hafa búið þar síðan. Eru þau
bæði atorku manneskjur og ágæt að vinna í þarfir
félagslífs bygðarinnar. Æfinlega skemtileg heim
að sækja. Einn son eiga þau hjón, ólaf að nafni.
Helgi Pálsson
Helgi var fæddur að Possi á Síðu í Vestur-
Skaftafellssýslu, árið 1872. Foreldrar hans voru
þau hjónin Páll Þorsteinsson og Margrét ólafsdóttir
að Fossi. Helgi var fóstraður af Jóni Jónssyni pró-
fasti í Stafafelli í Skaftafellssýslu.
Kona Helga var Helga Eggertsdóttir Eggerts-
sonar, alsystir Árna Eggertssonar fasteignasala í
Winnipeg. Þau Helgi og Helga fluttu hingað í bygð
í kringum 1910, frá Grunnavatnsbygð, og keyptu
hér S.V.14 S. 12, 1-6 og S.A.14 S. 14, 1-6.
Helgi var mesti dugnaðar maður, og bjó hér
rausnarbúi. Eftir nokkra ára dvöl, seldi Helgi
löndin og flutti til Elfros, Sask., hvar hann keypti