Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Síða 63
ALMANAK 1940
63
Jón J. Húnf jörð
Jón fæddist að Sauðanesi á Ásum í Húnavatns-
sýslu, 1. janúar 1872. Foreldrar hans voru hjónin,
er þar bjuggu þá, Jón Jónsson frá Yzta-Vatni í
Skagafjarðarsýslu og kona hans Helga Gísladóttir
Stefánssonar frá Flatatungu (sjá þátt T. J. Gísla-
sonar).
Jón ólst upp hjá foreldrum sínum um hríð.
Ellefu ára að aldri misti hann föður sinn. Fjórum
árum síðar þ. e. 1887, fór hann einn síns liðs til
Vesturheims og settist að í grend við Akra, N. Dak.,
og vann þar á ýmsum stöðum þar til 1898, að hann
fór til British Columbia í Okanagan dalinn og þar
vann Jón á ýmsum stöðum, mikið við skógarhögg og
fleira. Árið 1915 gekk Jón í landvarnarlið Canada,
og var í því eitt ár. 1916 innritaðist hann í 197.
herdeild sjálfboðaliðs Canada, var settur í skógar-
höggsdeild og fór til Englands 1917 og vann í henni
á Englandi. Kom til baka um nýár 1919. Kom þá
hingað í bygð og dvaldi hér veturinn. Næsta vor
fór hann til íslands og dvaldi þar til haustsins 1920,
að hann kom til baka (ásamt Guðmundi bróður sín-
um, er dvaldi hér nokkur ár og fór svo heim til
íslands aftur. Hann var einhleypur maður).
Árið 1921 tók Jón S.V.% S. 23, 1-7V. með her-
mannarétti. Hefir hann látið ryðja skóg af landinu
og plægja allgóða spildu fyrir akur, leigir út akurinn
en ræktar sjálfur stóran garð þar á sumrin. Er
landið niðri í hinu svonefnda Pembina-ár gili, og því
erfitt aðdráttar. Þess á milli vinnur Jón hjá bænd-
um. Á vetrum hefir hann haft heimili síðustu árin,
hjá Rannveigu Jónsdóttir Gillis, frænku sinni, og
manni hennar, Vilhjálmi Ólafssyni.
Jón er bókamaður mikill, greindur vel og gegn,
félagslyndur og ötull stuðningsmaður allra velferð-
armála bygðar sinnar. Hann hefir aldrei gifst. Jón