Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Síða 65
ALMANAK 1940
65
að á óunnu landi, í nýbygð sem hér var um alda-
mótin, með ung börn og aldurhnigna móðir, og við
lítil efni. En miklu orkar gcður vilji. Með tíman-
um tókst að ryðja landið og börnin þroskuðust, og
efnin jukust, og alt fór vel, en mörg befir verið
kvíðastundin einvirkjanum. Nú er þrautin sigruð
að lokum og aftanroðinn hlvr og fagur, þótt börnin
scu fjarvistum við mcður sína. Þau voru sem
fylgir: 1. Magnús, giftur Martha Henrietta, stúlku
af norskum ættum. Þau búa á gamla landinu sem
fyr segir. Þau eru barnlaus. 2. Guðrún Margrét,
dó 11 ára að aldri. 3. Jónína Ingibjörg, gift Clarence
Wiliam Winterton af enskum ættum. Þau eru bú-
sett í grend við Flin Flon, Man. Þau eiga þrjú börn.
4. Henrietta Elinborg, gift norskum manni, Arthur
Edvin Aspevig. Þau eru búsett í grend við Darling-
ford, Man., og eiga tvö börn.
Andrew Nicklin
Andrew var af skozkum ættum, kona hans
var Vilhelmína Jónatansdóttir Líndal (sjá þátt
Jónatans Líndal hér að framan). Þau hjón Andrew
og Vilhelmína munu hafa komið hingað í bygðina á
árunum 1909—10, og dvöldu á ýmsum stöðum í
bygðinni þar til 1913, að þau settust að í Morden, og
þar dó Vilhelmína árið 1918. Skömmu síðar flutti
Andrew til Saskatchewan, ásamt sumum af börnum
sínum og þar dó hann fyrir nokkrum árum.
Börn þeirra hjóna voru: 1. Mary, dáin fyrir löngu
síðan; 2. Joseph, féll á Frakklandi 1917; 3. George,
hefir unnið fjölda mörg ár hjá J. M. Gíslason hér í
bygð; 4. William, giftur konu af pólskum ættum, bú-
sett í grend við Thornhill, Man.; 5. Jonathan, giftur
Kristjönu Þorbjörgu ólafsdóttur Kristjánssonar,
búsett í grend við Mozart, Sask.; 6. Pearl, gift ensk-
um manni, búsett í Saskatchewan; 7. James, ein-