Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 70
70 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
var T. J. Gíslason um allmörg ár, og þar næst
Árni Tómassion. Nú síðast Guðrún Tómas-
son. — Allmiklum framförum hefir það tekið.
Á það nú um 500 bindi góðra bóka í safni sínu, enda
jafnan verið bókhneigðir menn í bókakaupnefnd þess.
Nú eru t. d. T. J. Gíslason, J. J. Húnfjörð og J. S.
Gillis í bókanefndinni. Síðan kreppan hófst hefir
lítið verið keypt af bókum, “en miklu orkar góður
vilji.”
Safnaðarmál
Söfnuður var myndaður hér 8. apríl 1900, af
séra Jónasi A. Sigurðssyni er þá var þjónandi prestur
að Akra, N. Dak. Var söfnuðurinn nefndur Guð-
brandar söfnuður. Snemma mun hann hafa gengið
í kirkjufélagið, en engan fastan prest gat hann
fengið. Sendi kirkjufélagið hingað presta sína af 'og
til, fyrst um sinn. Voru lengi fram eftir hafðir um
hönd húslestrar á sunnudögum og hafði J. S. Gillis
á hendi þann starfa, fyrst í prívat húsum og síðar
í samkomuhúsi bygðarinnar eftir að það var bygt,
(og fóru þar einnig fram messur safnaðarins og
fara enn, þar eð engin íslenzk kirkja hefir bygð
veriö).
Eftir nokkra ára bil, komst söfnuðurinn að þeim
kjörum að fá í þjónustu sína presta þá er þjónuðu
Garðar söfnuði í N. Dak., og að Guðbrandar söfn.
fengi 4 messur á ári, og borguðu $15.00 fyrir hverja,
(síðar var það hækkað).
Um 1909, þegar ágremingurinn varð á kirkju-
þinginu út af trúarstefnu séra Friðriks Bergmans,
gekk Guðbrandar söfnuður úr kirkjufélaginu, því
meirihluti safnaðarins fylgdi séra Friðriki að mál-
um, þá gengu fáeinir úr söfnuðinum. Varð þá að
samningum á milli safnaðarins og minni hlutans, að
hann (minnihl.) fengi eina messu á ári, og fengi
presta frá kirkjufélaginu. En söfnuðurinn fengi