Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 78
78 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
númer W.V2 of Section 9, t. 28, r. 10 west of first m.
Helgi Finnson er fæddur á Gimli 25. desember
1892. Faðir hans er Guðmundur Bjarni Jónsson, er
bjó á Haga nálægt Gimli, Man. Guðmundur er
kominn af hinni velkunnu Skáleyja-ætt. Afi hans
var bróðir Þóru móður Matthíasar skálds, og Guð-
mundar Einarssonar er var prestur á Breiðabólsstað
og Kvennabrekku í Dalasýslu.
Móðir Helga var Margrét Bjarnadóttir, þriðju
ættliður frá Jóni Einarssyni lækni í ísafjarðar lækn-
isumdæmi, um eða fyrir aldamótin 17 og 18 hundruð.
Kona Helga er Cydia Nightingale af þýzkum ættum,
myndar kona og dugleg. Þau eiga 4 börn, 3 stúlkur
og 1 dreng.
Helgi ólst upp í Haga hjá föður sínum, til full-
orðins ára. Árið 1911 tók hann 'heimilisrétt á Elm
Point tanganum, WA/2 9, t. 28, r. 10 W. 'of lst m.,
og stundaði þar nautgriparækt og fiskiveiðar og
farnaðist mjög vel.
Árið 1934 bygði hann sér hús í Steep Rock þorp-
inu og lifir nú þar, en notar samt landið á tanganum.
G. B. Jónsson