Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Blaðsíða 80
80
ÓLAFTJR S. THORGEIRSSON:
voru vel til þess færir. Voru það jafnan menn, sem
voru nákunnir mönnum og atburðum, sem frá er
skýrt, höfðu sjálfir verið frumbyggjar sveitarinnar,
sem frásögnin fjallar um. Betri heimildir var því
ekki hægt að æskja sér.
Það mun hafa verið áform Ólafs Thorgeirsson-
ar, að halda þesisu starfi áfram þangað til úr sögu-
þáttunum væri orðið heilt
safn, er næði til allra ís-
lendingabygða í Vestur-
heimi. Auðvitað var hér
að ræða um stutt söguágrip,
þar sem megin atburðir
eru dregnir fram, en eng-
in tilraun gerð til þess að
fella dóm yfir menn og
málefni. Tekur hann þetta
greinilega fram í ávarpi
því, sem hann lét fylgja
með fyrsta söguþættin-
um. Virðist þetta viturlega
athugað. Það var nútím-
ans verk að safna söguskii-
ríkjunum, en þeirra verk sem á eftir koma, að
draga saman í eina heild, og var þá hægra fyrir þá
menn að dæma um afstöðu manna gagnvart ýmsum
málefnum og þátttöku þeirra í þeim málum, þetta
skýrist jafnan betur þegar nokkuð frá líður.
ólafur S. Thorgeirsson
Synir hans tveir, sem tekið hafa við af föður
sínum, munu reynast því starfi trúir og halda því
áfram, alveg eins fyrir því, þó eitthvað sé nú
byrjað að fást við þetta af öðrum.
Hinar miklu vinsældir sem Almanakið hefir
jafnan átt að fagna meðal íslendinga, mun stafa
mjög af því, að mönnum er það ljóst, að isöguþætt-
irnir sem þar birtast árlega, eru mikils virði. Hvers