Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Síða 83
ALMANAK 1940
83
18. jan.—Dr. Kristján Austmann opnar lækn-
ingastofu hér í borg, eftir tveggja ára áframhalds
nám í London á Englandi. Sérfræði: augna-, nef-
og kverka-sjúkdómar.
19. jan.—Miss Valborg Nielsen, lýkur stærð-
fræðisprófi við Manitoba háskólann með fyrstu á-
gætis einkunn.
19. jan.—Friðbjörn Friðriksson áttræður. —
Skyldmenni og vinir safnast að heimili hans að árna
honum hamingju og færa honum gjafir.
19. jan.—Samskot hafin meðal Vestur-fslend-
inga fyrir eirlíkan Leifs Eiríkasonar, íslandi til aug-
lýsingar í Ameríku.
2. febr.—fslenzk kona, Dr. Hrefna McGrow,
hlaut nýverið þá sæmd að þiggja heimboð hjá for-
setafrú Bandaríkjanna, Mrs. Franklin D. Roosevelt,
í Hvítahúsinu í Washington.
9. febr.—Mrs. W. J. Líndal endurkosin í einu
hlj óði sem forseti í Women’s Canadian Club.
9. febr.—Hjálmar A. Bergman, K.C., kosinn for-
seti Liberal samtaka í mið-Winnipeg hinu syðra.
9. febr.—Karlakórinn íslenzki heldur veglegt
samkvæmi í Marlborough hóteli hér í borg, í tilefni
af tíu ára starfi.
10. febr.—■íslendingar í Riverton halda þorra-
niót. Áður fyr stóð “Helgi magri” fyrir þeim mót-
um hér í Winnipeg, og þóttu þau jafnan hin mynd-
arlegustu. En nú er sá félagsskapur hættur starfi.
Myndarlegt af Riverton búum að endurlífga þessi
mót.
10. febr.—Þjóðræknisfélagið lætur til sín taka í
Þorvarðarsonar málinu og hefir það að líkum stutt
til þess að það mál var farsællega til lykta leitt.