Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Page 88
88 ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
11. Guðlaug Stefánsdóttir Anderson. Fædd 29. apríl 1851,
að Jökulsá í N.-Múlasýslu. Foreldrar: Stefán bóndi
Pálsson að Jökulsá og kona hans Sólrún Jónsdóttir Áma-
sonar. Eru báðar ættir þeirra alkunnar á Austfjörðum.
Flutti til Ameriku árið 1904 ásamt manni sínum Egil
Árnason frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá.
OKTÓBER 1938
17. Bjarni Hallgrímsson, 80 ára. Fæddur 24. jan. 1858.
Foreldrar: Hallgrímur Erlendsson frá Meðalheimi á
Ásum í Húnavatnssýslu og Margrét Magnúsdóttir, hálf-
systir Guðmundar Magnússonar læknis. Fluttist með
föður sínum vestur um haf 1902.
21. Víglundur Davíðsson. Fæddur í Reykjavík á Islandi 10.
nóvember 1884. Foreldrar: Andrés Daviðsson Davíðs-
sonar að Gilá í Vatnsdal í Húnavatnssýslu og Steinunn
Jónsdóttir Vigfússonar frá Búðum. Víglundur fluttist
vestur um haf árið 1903.
26. Jónas Sigurberg Einarsson, Gimli, Man. Druknaði í
Winnipeg-vatni. Fæddur í Selkirk, Man., 15. júní 1918.
29. Jóhanna Margrét Helgason frá Mikley, Man. Fædd að
Ytri-Reistará i Eyjafirði árið 1858. Foreldrar: Jó-
hannes Pálsson og Margrét Þórarinsdóttir. Flutti vestur
um haf árið 1888.
NÓVEMBER 1938
1. Margrét Helgason frá Mikley. Jarðarförin fór fram frá
heimili Jóhannesar Helgasonar og konu hans. Hjá þeim
hjónum lá hún rúmföst síðustu vikurnar.
2. J. P. Isdal, háaldraður maður á Longview spítalanum í
Washington-ríki.
10. Kristján Friðfinnsson að heimili sinu hér í Winnipeg.
Hann var 40 ára. Hann var sonur Jóns heitins Frið-
finnssonar tónskálds og konu hans.
10. Sigurlaug Sigurðardóttir Benediktsson, Winnipeg. Hún
var fædd að Blálandi í Hallárdal í Húnavatnssýslu 11.
marz 1854. Foreldrar: Sigurður Jónsson bóndi í Hall-
árdal og kona hans Þorgerður Guðmundsdóttir. Fluttist
vestur um haf árið 1913, þá nálega sextug. Eiginmaður
hennar var Jón Benediktsson frá Hamrakoti á Ásum í
Húntvatnssýslu.