Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Blaðsíða 89
ALMANAK 1940
89
12. Anna Kristín Magnússon, Hnausa, Man., tveggja ára.
13. Líndal Byron lézt að heimili sínu hér í Winnipeg'. Hann
var 86 ára. Húnvetningur að ætt.
20. Guðmundur Guðmundsson Goodman, frá Wynyard, Sask.
Fæddur 30. ágúst 1866, að Brekkukoti í Reykh'oltsdal í
Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar: Guðmundur Guðmunds-
scn Sumarliðasonar og Jóreiðar Grimsdóttir frá Gríms-
stöðum. Flutti vestur um haf ásamt móður sinni og
systkinum, árið 1885. Kona Guðmundar er Pálína Guð-
laug Pálsdóttir frá Marbæli í óslandshlíð í Skagafirði.
24. Rafn Guðmundsson Nordal, 92 ára. Hann var fæddur í
Norðurárdalnum í Borgarfirði 25. sept. 1846.
24. Josephine Christenson, 64 ára. Kona Benedikts Christ-
ensen, Vancouver, B. C.
25. Jóhann Paulson (írski Joe), andaðist að heimili dóttur
sinnar, 195 Maplewood Ave., Winnipeg. Hann var 76
ára. Kom til Canada 1876.
DESEMBER 1938
1. Jón Jóhannesson Hrappsted, fæddur 21. apríl 1861. For-
eldrar: Jóhannes Einarsson og Þóra Einarsdóttir frá
Meiðavöllum í Axarfirði. Fluttist vestur um haf 1893.
2. Sveinína Jósefína Amgrímsdóttir Thorgrímsson, Winni-
peg. Fædd 18. des. 1875 að Einarsbúð í ólafsvík í Snæ-
fellsnessýslu. Foreldrar: Arngrímur Amgrimsson og
Guðrún Jónsdóttir að ólafsvík. Flutti vestur um haf
með manni sínum Páli Thorgrímsson, 11. maí 1900.
3. Rannveig Petrín Erickson, Star City, Montana. Fædd
að Akra, N. D., 8. apríl 1895. Foreldrar: Pétur Jónsson
Magnússonar prests að Glaumbæ í Skagafirði og Mar-
grét Sveinbjörnsdóttir frá Skarðsá.
6. Rakel Oddson, Los Angeles, Calif. Kona Þorsteins
Oddsonar fyrrum fasteignasala í Winnipeg, er andaðist
árið 1934. Rakel var 77 ára er hún andaðist.
9- Brynjólfur Jósepsson að Glenboro, Man. Fæddur að
Borgum í Þistilfirði 26. marz 1852, 86 ára. Foreldrar:
Jósep Brynjólfsson og Helga Eiríksdóttir. Flutti vestur
um haf árið 1888.
9. Friðrik Stefánsson, eigandi og stjórnandi Columbia Press
félagsins. Hann var fæddur að Húsey í Skagafjarðar-