Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Side 24
Nýja-testamentis þýðing Odds
Gottskálkssonar
400 ára.
Eftir Richard Beck
A þessu ári eru liðnar fimm aldir síðan Jó-
hann Gutenberg fann upp prentlistina í nokkurn
veginn þeirri mynd, sem hún er nú, því að talið
er, að hann hafi tekið upp þá nýbreytni sína, að
prenta bækur með hreyfanlegu (sundurlausu)
letri árið 1440.
Hefir þessa mikla framfaraspors í bókagerð
verið minst með ýmsum hætti víða um lönd, þó
að styrjöldin hafi vafalaust dregið stórum úr
þeim hátiðahöldum, ekki sízt í heimalandi Guten-
bergs, Þýzkalandi. Á Islandi var afmælið hátíð-
legt haldið með því, að Hið íslenzka Prentara-
félag efndi til veglegrar hópferðar að Hólum í
Hjaltadal á liðnu sumri, en á því söguríka bisk-
upssetri stóð vagga islenzkrar prentlistar, því að
þar var prentverk sett á stofn á fyrra helmingi
15. aldar; hafa ýmsir talið, að það hafi gerst árið
1530, en eigi verður fullyrt um það af þeim heim-
ildum, sem nú eru fyrir hendi.
Ekki verður hér rakin saga prentlistarinnar í
heild sinni, né heldur saga íslenzkrar prentlistar.
Hvorutveggja, sér í lagi hið síðartalda, hefir
Prófessor Halldór Hermannsson gert svo vel, að
eigi verður um bætt í stuttu máli. í hinni prýði-
legu ritgerð, “Prentsmiðja Jóns Mattíassonar”, í
Almanaki þessu fyrir árið 1930.