Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Side 25
ALMANAK 1941
25
«WI
En það er annað afmæli, stórmerkilegt í sögu
íslenzkra bókmenta og menningar, sem hér skal
dregin athygli að. í apríl í ár voru fjórar aldir
liðnar frá því, að lokið var prentun þýðingar Odds
Gottskálkssonar á Nýja-testamentinu, en hún er,
að því er næst verður komist, fyrsta bók prentuð
á íslenzku, því að mjög er það á huldu hvað prent-
að hafi verið í hinni elstu íslenzku prentsmiðju
að Hólum. Verður það ráðið af niðurlagsorðum
eftirmálans, að þýðingunni, sem kom út í Hróars-
keldu í Danmörku, hafi verið lokið 12. apríl 1540.
Á þeim mánaðardegi í ár var þessa merkisat-
burðar í sögu islenzkrar bókagerðar og íslenzkrar
kristni minst alment í kirkjum landsins, eins og
vera bar, því að með útgáfu þýðingarinnar voru
íslenzkum almenningi opnaðar dyrnar að hinu
allra helgasta hinnar helgu bókar, sjálfum guð-
spjöllunum, enda hafði þýðingin varanleg og víð-
tæk áhrif, bæði á trúarlíf í landinu og á þær
kirkjulegu bókmentir íslenzkar, er fylgdu í kjölfar
hennar.
Fer þá vel á því, að segja í höfuðdráttum sögu
Odds Gottskálkssonar og frá hinu helsta, sem
vitað er um tildrög Nýja-testamentis þýðingar
hans. Er það meir en verðugt, að halda á lofti
nafni þess mann, er vann jafn merkilegt verk og
þýðingin er fyrir margra hluta sakir.
Oddur var norskrar ættar að föðurkyni, son-
ur Gottskálks Nikulássonar, biskups að Hólum
(1496—1520); en í móðurætt var hann íslenzkur í
aldir fram og stórættaður, þvi að móðir hans var
sonardóttir Lofts ríka Guttormssonar (d. 1432).
Vafi leikur á um fæðingarár Odds, en margt bend-
ir til, að hann hafi verið fæddur 1515, eða jafnvel
1514, og ólst hann upp hjá frændum sínum í
Noregi til tvítugsaldurs; hlaut hann einnig fyrstu