Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 32
32
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ir liggja í gegn um bæinn, þær eru: Northern
Pacific, Great Northern, Milwaukee & St. Paul og
Canadian Pacific. Þar eru margar veglegar bygg-
ingar, svo sem bankar, skolar af öllum tegundum,
bókasöfn — bókhlöður — og milli 30 og 40 kirkjur,
og tvö sjúkrahús og m. fl.
Bellingham er fallegur bær. Afstaðan sú, að
útsýn er fjölbreytt og fagurt. Á firðinum eyjar,
háar og lágar, bygðar og óbygðar, og að norðan-
verðu við fjörðinn þorpið Marietta. Þar búa enn
nokkrir íslendingar — meir um það síðar. Austur
frá Bellingham gnæfir Mt. Baker, hæsti tindur í
Cascade-fjöllunum. Á vetrum faldar hann hvítu.
Á sumrum einungis glæsibringu. En tignarlegur
er hann hversu sem hann klæðist. Bellingham
stendur í hæð þeirri er Seahome heitir — klæðir
hana, og liggur norður og austur frá henni og nið-
ur að sjó. Hæðin sjálf er há og næstum hnatt-
mynduð. Vestan við hæðina sjálfa er dalverpi
undur fagurt — nú albygt, umkringt hæðum, sem
liggja til sjávar. Þar búa og nokkrir íslendingar.
»wi
fslendingar munu hafa komið til Bellingham
um líkt leyti og þeir komu til Blaine og Marietta.
Því miður eru nú sumir af þeim löngu farnir það-
an — eða dánir, svo til þeirra verður ekki náð,
né neinar verulegar upplýsingar um ætt þeirra
og uppruna, né heldur hvaða ár þeir komu þar.
Verður þar því meira og minna að fara eftir
ágizkunum og er það illa farið. En nú er að tjalda
því, sem til er.
Félagslíf íslendinga í Bellingham hefir án
efa verið líkt ag annarstaðar, þar sem eru svo
margir af þeim, að um slíkt geti verið að ræða.
Smáfélög, sem koma og fara, gera sitt gagn þeim,
sem í þeim eru og sennilega fleirum, gleðja og
hjálpa, meðan þeirra nýtur við. Veigamest er án
efa lestrarfélag þeirra. Viðvíkjandi þvi, leyfi eg