Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 40
40 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
mikill ættbálkur á báðar hliðar) er fæddur 7.
sept. 1875 í Úthlíð í Biskupstungum í Árnessýslu.
Móðir Þórðar Anderson var Guðrún Guðmunds-
dóttir frá Efstadal í Laugardal s. s. Guðmundur
sá var kallaður Hansson fyrir þá sök, að faðerni
hans þótti óvíst. Sumir sögðu hann son séra
Guðmundar prestlausa. Einu sinni þá er séra
Guðmundur vann í smiðju sinni í Reykjadal
Hrepp, þar sem hann þá bjó, er sagt, að Bjarni
Halldórsson frá Reynistað kæmi þar, sæi prest að
verki og mælti fram þenna alkunna vísuhelming:
Tvílaust þetta tei eg stál,
tólin prestsins fara á ról.
prestur botnaði:
lli þín af sulti sái
sólarlaus fyrir næstu jói.
Bjairni varð úti eins og kunnugt er, og sögðu menn
ákvæði séra Guðmundar hafa orðið að áhríns-
orðum.
Þórður var með foreldrum sínum fyrstu 12 ár
æfi sinnar, síðan hefir hann spilað upp á eigin
spýtur. Fyrst var hann smali og vikadrengur,
síðan vinnumaður og sjósóknari á Suðurnesjum.
Vestur um haf fór hann árið 1900. Var eitthvað
lítið í Winnipeg, fór þaðan til Duluth, og árið 1902
vestur að Kyrrahafi, var 5 ár í Blaine. En árið
1907 flutti hann tli Bellingham og hefir verið þar
síðan.
Kona Þórðar er Jóhanna Guðmundsdóttir frá
Hlíð í Hörðudal í Dalasýslu. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðmundur Hannesson og Málfríður
Sigurðardóttir, bæði ættuð úr Eyrarsveit i Snæ-
fellsnessýslu. Jóhanna er f. 27. júní 1879. Hún