Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Qupperneq 48
48
ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
og sá hængur á að upp frá ánni hinumegin var
ærin brekka og í henni leir (Canada Clay). Ot
á ísinn lögðum við samt, í herrans nafni, enda
var nú ekki eftir betra að bíða. fsinn hélt og
var okkur það gleðiefni. En þegar fara skyldi
upp brekkuna, gekk hvorki né rak. Það, sem
hestarnir komust áfram við hvert átak, togaði
vagninn þá aftur á bak. Loks tók Jón exi sína,
hjó upp smátré og bar þangað niður. Skyldi eg
nú vera á eftir vagninum og leggja tréð aftan við
hjólin á vagninum, svo hann færi ekki aftur á
bak. Þetta var ekki með öllu hættulaust, en nú
var ekki um annað að gera, því ekki kunni eg, að
fara með hestana. Fet eftir fet þokuðust hestarn-
ir áfram, eg fylgdi eftir með hrislurnar — eða
trén — og rann sjálf meira og minna í leðjunni.
Alt tekur enda, og svo var um brekkuna þá.
Hestarnir komust upp á brúnina, og Jón lofaði
þeim að blása mæðinni. Skamt þaðan var lítið
bóndabýli. Gistum við þar þá nótt, sváfum á
gólfinu við okkar eigin rúmföt og nestuðum okkur
á eigin nesti. í þá daga voru bændabýlin ólík
því, sem nú eru þau víðast, þá voru það alt eða
flest nýbyggjarar og oftast fátæklingar.
Næsta dag var haldið áfram. Komum við
enn að á nokkurri — líklega kvísl af sömu ánni —
ef til vill sama kvíslin. — Hún var enn á ís — svo
Jón keyrði hestana út á isinn — ekki var um
annað að gera. En þegar við erum á miðri ánni,
brast ísinn, og alt fór niður — sá eg þar mesta
tvísýni á lífi minu. Til allrar hamingju náðu
hestarnir til botns og brutust áfram gegn um ísinn
til lands. Alt okkar dót varð gegnblautt og við
sjálf hundrennandi. Leið okkur því fremur illa,
en gleymdum því af gleði yfir því, að halda þó
lifi. Þetta kvöld komum við til Bredenbury —