Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Page 51

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Page 51
ALMANAK 1941 51 þessháttar. Þegar hann var 15 ára gerðist hann sjómaður, og stundaði sjó eftir það, þar til hann fór af landi burt. Systkini Stefáns voru Bjarni, áður getið, Guðrún J. G. Thorleifsson í Yorkton, Sask., nú í Winnipeg, og Sigvaldi bóndi í Borgar- firði syðra. Tvö dóu í æsku. Stefán Jónsson var ágætis skytta. Var um hann sagt, að alt lægi dautt, sem hann miðaði á (eftir hans eigin sögn). Árið 1904 kvæntist hann Guðrúnu Guðmunds- dóttir bónda á Miðgrund í Skagafirði, og konu hans Sigurrósar Karólínu frá Neðri-Lækjardal, ættaðri úr Húnavatnssýslu. Guðrún var fædd að Úlfsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, þ. 4. júlí 1876. Hún átti fjórar systur, eru tvær af þeim enn á iífi. Þær eru Jóhanna Smith í Californíu og Guðlaug Bjarnason að Concrete, N. D. Þær syst- ur ólust upp í foreldra húsum og giftust þaðan. Guðrún heima á íslandi, hinar eftir að fjölskyldan kom vestur. Stefán og Guðrún fluttu til Ameríku sama ár og þau giftu sig, til N. Dak. Þar voru þau rúmt ár. Þaðan fluttu þau til Newdale, Canada, námu þar land og bjuggu þar 5 ár, þau stunduðu hveiti- og griparækt. En hveitiræktin lánaðist ekki. Ár eftir ár tók frostið það, samt segir Stefán, að fólki hafi liðið vonum betur í því bygðarlagi, vegna þess, að þar reiddi enginn sig eingöngu á hveitið, fólkið hafði þar gripabú líka, svo þó hveitið brygð- ist, brugðust gripirnir ekki, og það bjargaði. Bú sitt og land seldu þau þó og fluttu til Wynyard árið 1911. Þar voru þau í 14 ár. Fyrstu árin þar vann Stefán við húsabyggingar, seinna við vöru- flutning (express). Þar komu þau sér upp góðu heimili. Þetta heimili seldu þau árið 1923, og fluttu vestur á Kyrrahafsströnd. Eitt ár voru þau í Blaine. Þaðan fluttu þau til Bellingham,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.