Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 53
ALMANAK 1941
53
og Þóra Guðmundsdóttir Guðmundssonar bónda
Eyjólfssonar á Síðu í sömu sveit, og bæði þaðan
ættuð. Margré.t ólst upp hjá foreldrum sínum þar
til hún var 14 ára, fór þá að vinna fyrir sér sjálf.
Til Ameríku kom hún árið 1900 — til Spanish
Fork, og giftist Einari. Árið 1902 fluttu þau til
Blaine og voru ar 13 ár — þaðan til Bellingham
og eru þar nú.
Síðan Einar kom frá íslandi hefir hann stund-
að almenna erfiðisvinnu á sögunarmyllum og nið-
ursuðuhúsum. Hann er maður vel skýr, einn af
þessum leitandi mönnum, víðlesinn og vel lesinn,
og fyrirtaks söngmaður. Bæði eru þau hjón vel
látin af samborgurum sínum.
Börn þeirra hjóna eru: Guðmunda Jóna, gift
hérlendum manni, til heimilis í Bellingham;
Kristinn, Sigríður Jóhanna, bæði heima; Einar í
Pasadena, Cal., hann stundar blómarækt; Þóra.
Ásborg, Margrét, Sóley og Laufey, öll heima, —
myndarleg fjölskylda.
Framh.
Athugasemd: Landnámsþættir þessir eru samdir fyrir
nokkrum árum, en hafa orðið að bíða rúms hér í ritinu;
hafa því vafalaust orðið ýmsar breytingar meðal Islend-
inga i Bellingham síðan þættirnir voru ritaðir, og eru
lesendur beðnir að taka það með í reikninginn.—R. Beck.